Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Saltfiskvika dagana 4. – 15. september – Saltfiskurinn gleymda sælkeravaran

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Blásið verður til heljarinnar Saltfiskviku á veitingastöðum um land allt dagana 4. – 15. september nk. Alls taka 12 veitingastaðir þátt í viðburðinum, allir með a.m.k. einn saltfiskrétt á matseðlinum. Gestakokkar frá Ítalíu, Spáni og Portúgal eru jafnframt væntanlegir sem munu elda á völdum stöðum. Einnig verður spennandi Instagram leikur settur í loftið þar sem hægt er að vinna ferð til Barcelona.

Markmiðið með Saltfiskvikunni er að gera þessari verðmætu útflutningsafurð landsins hærra undir höfði og auka vinsældir hennar hér heima. Löng hefð og saga er fyrir vinnslu saltfisks hér á landi en áður fyrr var öðru fremur notast við saltið til að geyma matvæli. Í dag er saltið hins vegar notað til að framleiða sælkeravöru sem nýtur mikilla vinsælda í mörgum löndum jafnt um jól, páska sem og aðra daga. Það er Íslandsstofa í samstarfi við Íslenska saltfiskframleiðendur (ÍSF), Matís og Kokkalandsliðið sem efna til þessarar skemmtilegu saltfiskhátíðar. Vonir eru bundnar við að landsmenn nýti tækifærið og gefi saltfiskinum séns enda sælkeravara í hæsta gæðaflokki.

Mötuneyti vinnustaða eru hvött til að bjóða upp á saltfisk í hádeginu meðan á Saltfiskvikunni stendur enda á hann ekki síður við þá en á kvöldin. Þegar hafa þó nokkrir vinnustaðir ákveðið að vera með og bjóða upp á saltfisk í hádeginu í Saltfiskvikunni, þ.e.; Arion banki, ITS, Marel, Origo, Orkuveitan, Seðlabankinn, Síminn og VÍS. Börnin á leikskólanum Laufásborg munu einnig bjóða upp á saltfisk meðan á vikunni stendur en þar mun enginn annar en landsliðskokkurinn Lorenzo Alessio elda. Fyrirtækið 1, 2 & ELDA mun bjóða upp á saltfisk einhverjum matarpökkum í Saltfiskvikunni fyrir áhugasama.

Til að taka þátt í Instagam leiknum þá þarf að panta saltfiskrétt hjá þátttakendum Saltfiskvikunnar og setja mynd með myllumerkinu #saltfiskvika á Instagram. Einn heppinn þátttakandi mun verða dreginn út en verðlaunin eru ferð fyrir tvo til Barcelona.

Hér er listi yfir þá veitingastaði sem taka þátt í Saltfiskvikunni. Þá er ekkert annað eftir en að panta sér borð.

Bacalao bar, Hauganesi
Einsi Kaldi, Vestmannaeyjum
Höfnin, Reykjavík
Hótel Selfoss, Selfossi
Icelandair Hotel Reykjavík Natura, Reykjavík
Kaffivagninn, Reykjavík
Krauma, Reykholti
Matur og drykkur, Reykjavík
Rub 23, Akureyri
Salthúsið, Grindavík
Tapasbarinn, Reykjavík
Von Mathús, Hafnarfirði

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -