Föstudagur 22. nóvember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Síróp í sódavatnið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heitir sumardagar eru kannski ekki svo margir hér á Fróni og því er nauðsynlegt að gera sem mest úr slíkum dýrðardögum. Svalandi gosdrykkir eru til dæmis hluti af stemningunni og gaman að útbúa sitt eigið síróp sem er svo blandað út í sódavatn. Þannig er líka auðvelt að stjórna sykurmagninu og búa til sínar eftirlætisbragðtegundir.

-Uppskriftirnar eru fyrir u.þ.b. 4-5 dl af sírópi.

-Blandið í hlutföllunum 1 hluti síróp á móti 4-6 hlutum sódavatn, eftir smekk.

-Það er tilvalið að nota ber og ávexti sem eru á „síðasta snúningi“ eða hafa jafnvel gleymst í frystinum.

-Krökkum finnst gaman að búa til sitt eigið gos. Rabarbara, rifsber, hundasúrur o.fl. má finna úti í garði og malla saman í síróp.

-Heimalagað síróp geymist í 1-2 vikur í lokuðu íláti í kæli.

Kirsuberjagos

- Auglýsing -

1 krukka kirsuber í safa (u.þ.b. 680 g) eða u.þ.b. 400 g frosin kirsuber

safi úr 1 appelsínu

- Auglýsing -

2 dl sykur

Setjið allt í pott og látið malla saman í 15-20 mín. Hellið í gegnum fínt sigti, notið bakhliðina á sleif til þess að merja sem mest af vökvanum úr og látið kólna.

Engifergos

3-4 dl ferskt engifer, skorið í grófa bita, óþarfi að afhýða

1 ½ dl hrásykur

2 dl vatn

safi úr ½ sítrónu

Setjið allt í pott og látið malla saman í 15-20 mín. Látið kólna í pottinum og hellið í gegnum fínt sigti.

Ananasgos með rósmaríni

u.þ.b. ½ ferskur ananas, afhýddur og skorinn gróft

1-2 greinar rósmarín

4-5 cm ferskt engifer, fínt skorið

4 msk. agave-síróp

safi úr ½ sítrónu

2 dl vatn

Setjið allt í pott og látið malla undir loki í 15-20 mín. Veiðið rósmaríngreinarnar upp úr, setjið blönduna í matvinnsluvél eða blandara og maukið vel. Hellið maukinu í gegnum fínt sigti, notið bakhliðina á sleif til þess að merja sem mest af vökvanum úr og látið kólna.

Bláberja- og brómberjagos með myntu

250 g bláber

250 g brómber

1-2 greinar mynta

3 dl vatn

½ dl agave-síróp

½ dl hrásykur

Setjið allt í pott og látið malla saman í 15-20 mín. Hellið í gegnum fínt sigti, notið bakhliðina á sleif til þess að merja sem mest af vökvanum úr og látið kólna.

Umsjón/Kristín Dröfn Einarsdóttir

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -