Íslendingar eru margir sólgnir í lakkrís og því vinsælt að blanda honum saman við ýmislegt góðgæti eins og súkkulaði. Hér er yndisleg kaka fyrir þá sem elska lakkrís og súkkulaði.
Frönsk súkkulaðikaka með lakkríssírópi
4 egg
2 dl sykur
200 g smjör
200 g dökkt súkkulaði
1 dl hveiti
Hitið ofninn í 180°C. Þeytið egg og sykur saman. Bræðið smjör og súkkulaði saman yfir vatnsbaði. Hellið súkkulaðiblöndunni út í sykurblönduna í mjórri bunu. Klæðið form með bökunarpappír eða notið sílíkonform. Hellið deiginu í formið og bakið í 25 mín. Kælið kökuna, losið hana úr forminu og setjið á tertudisk. Hellið lakkríssírópinu yfir og skreytið með hindberjum.
Lakkríssíróp
2 tsk. lakkrísduft, Raw powder Johan Bulow
1 msk. síróp, Sweet liqurice-síróp Johan Bulow
1 dl vatn
2 msk. sykur
3 tsk. maizena-mjöl
2 tsk. vatn
200 g fersk hindber
Setjið lakkrísduft og síróp í pott ásamt vatni og sykri. Hrærið maizena-mjöl og vatn saman í lítilli skál. Þegar suðan kemur upp er maizena-blöndunni bætt út í og hrært á meðan. Bíðið eftir að suðan komi aftur upp, takið af hita og kælið.
Texti/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir
Myndir/Rut Sigurðardóttir