Hér koma nokkur góð eldhúsráð.
Hvort á að kaupa pönnu úr ryðfríu stáli eða áli?
Hver kannast ekki við að fara inn í búsáhaldabúðir og fá valkvíða. Mikill fjölbreytileiki er í tegundum og efnum í pottum og pönnum. Algengustu efnin eru stál og ál eða blanda af hvoru tveggja.
Meginmunurinn er að ryðfrítt stál heldur sér vel og er ekki næmt fyrir efnum í matvælunum eins og ediki og ýmsum matvælum sem innihalda litarefni. Gallinn er hins vegar að stálið dreifir hitanum ekki eins vel um pönnuna og álið. Álið er aftur á móti næmt fyrir litsterkum matvælum og það sér fyrr á pönnunum. Mjög gott er að steikja á slíkum pönnum því hitinn leiðir mjög vel um allan flötinn og matreiðslan verður því auðveldari. Það eru kostir og gallar við hvorutveggja. Niðurstaðan er því að báðir kostirnir eru góðir og hver og einn verður að ákveða fyrir sig hvort hann velur.
Heimilisfélagið fyrir heimilið þitt
Við rákumst á vefsíðu sem selur einstaklega fallegar vörur fyrir heimilið og heitir því skemmtilega nafni, Heimilisfélagið. Þarna má finna eigulegar og vandaðar vörur frá Wishbone Design Studio, Sandquist, Forestrywool, Penco og Madam Stoltz. Alltaf gaman þegar nýjar verslanir bætast í hópinn og auðga verslunarþörfina hjá okkur hinum – og við kvörtum ekki.
Brettið á iði?
Sum bretti eiga það til að renna þegar verið er að vinna á þeim, það fer að vísu eftir efni brettisins og undirlagsins sem það er sett á en ef brettið hreyfist er alltaf hætta fyrir hendi. Auðveldlega er hægt að komast hjá því að brettið renni með því að bleyta eldhúsrúllupappír svolítið og leggja hann svo undir brettið áður en byrjað er að skera á því.
Vissir þú … að ef salt er sett út í vatn þegar kartöflur eru soðnar verður hýðið harðara og auðveldara að ná því af. Kartöflurnar verða þrátt fyrir það ekkert saltar á bragðið.