- Auglýsing -
Þetta servíettubrot er fallegt á jólaborðið. Þá er smekklegt að nota rauðar eða hvítar servíettur og skreyta með greni eða merkispjaldi.
- Leggið servíettuna fyrir framan ykkur og brjótið efstu tvö hornin svolítið fyrir neðan miðju og brjótið svo neðstu tvö hornin upp að brúninni efst.
- Brjótið upp tvö lítil brot á hlutann sem er næst ykkur, sléttið vel.
- Strekkið servíettuna vel og rúllið henni þétt upp þannig að brotin verði falleg.
- Setjið lítið blóm, skraut, greni eða merkispjald inn í brotið og leggið annaðhvort á diskinn eða við hliðina á honum. Hér er gaman að gera tilraunir með skraut. Einnig er hægt að stinga þessu broti ofan í glas.