Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Steikt jólaepli með steikinni – algert nammi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Óhætt er að segja að meðlætið með steikinni sé mikilvægt, sumir telja það jafnvel mikilvægra en steikin sjálf. Flestir venja sig á að vera alltaf með það sama en stundum getur verið gaman að breyta til og prófa eitthvað nýtt, það þarf ekki að vera flókið. Hér er frábær og jólaleg uppskrift sem hentar með ýmsum kjötréttum en þó passar það einkar vel með reyktu kjöti og því tilvalið með hamborgahryggunum eða hátíðarkjúklingi.

Steikt epli með beikoni og valhnetum

fyrir 4-6

2 tsk. olía til steikingar
100 g beikon, skorið smátt
2-3 epli, skorin í báta
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar
1 msk. rauðvínsedik
2 msk. ólífuolía
1 msk. gróft sinnep
1 msk. hlynsíróp
handfylli valhnetur, ristaðar og saxaðar gróft
söxuð fersk steinselja, til skrauts

Hitið olíu á pönnu og steikið beikonið þar til það er stökkt. Takið það þá af pönnunni og steikið eplabitana upp úr fitunni á pönunni þar til þau eru fallega brúnuð.

Setjið beikonið saman við og bragðbætið með salti og pipar, takið af hitanum.

Blandið saman ediki, ólífuolíu, grófu sinnepi og hlynsírópi og hrærið saman við. Berið fram heitt eða volgt.

- Auglýsing -

Uppskrift / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -