Hverskyns salöt eru tilvalin með grillmatnum og oft hægt að útbúa þau daginn áður. Hér er salat sem slær alltaf í gegn.
Steikt rauðkálssalat
1/3 haus rauðkál, skorið þunnt
6-8 grænkálsblöð, gróft skorin
2-3 msk. olía
safi úr hálfri sítrónu
1 msk. hunang
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar
100 g heslihnetur, gróft saxaðar og léttristaðar
Hitið grillið í ofninum. Setjið rauðkál og grænkál saman í skál og blandið vel saman við ólífuolíu. Raðið kálinu á ofnplötu og steikið það í u.þ.b. 5 mín. Hrærið þá aðeins í því og steikið áfram í nokkrar mínútur eða þar til brúnirnar eru aðeins farnar að brúnast. Takið út og látið kólna lítillega. Blandið saman sítrónusafa og hunangi, bragðbætið með salti og pipar og blandið saman við kálið ásamt heslihnetum. Berið fram volgt eða við stofuhita.
Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Mynd / Ernir Eyjólfsson
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir