Fimmtudagur 2. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Steiktar kúrbítskökur með jógúrtsósu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þessar kökur eru mjög sniðugar í garðveislu, saumaklúbb eða á smáréttahlaðborð. Einnig er tilvalið að skella í réttinn í sumarbústaðnum og hafa hann sem léttan hádegisverð og bera fram með góðu salati og brauði.

 

Hráefni í kökur
fyrir 4-6

2 stk. kúrbítur
1 ½ dl bjór eða pilsner
120 g hveiti
3 egg
50 g parmesan ostur, rifinn
hnefafylli ferskur kóríander
hnefafylli fersk mynta
1 rautt chili-aldin, saxað
börkur af einni sítrónu, rifinn
sjávarsalt
svartur nýmalaður pipar
150 ml olía, til steikingar

Skerið kúrbítinn í tvennt eftir endilöngu og svo hvern hluta í þrennt eftir endilöngu. Saxið svo hlutana í um ½ cm þykka bita. Hellið bjórnum og hveitinu saman við og blandið vel, setjið til hliðar. Blandið eggjum, parmesanosti, kryddi og kryddjurtum í skál. Hellið kúrbítsblöndunni saman við og hrærið vel.

Hitið olíuna á djúpri pönnu eða í potti. Búið til litlar kökur með skeið og steikið þar til þær verða gullinbrúnar. Látið leka af þeim á eldhúspappír. Setjið í skál, dreifið kryddjurtum yfir og berið fram með sítrónubátum og jógúrtsósunni.

Jógúrtsósa:

- Auglýsing -

3 dl grísk jógúrt
1 msk. hunang
börkur af einni límónu
safi úr einni límónu
1 tsk. chili-flögur
smakkið til með salti og pipar

Blandið öllu saman í skál. Látið sósuna standa aðeins áður en hún er borin fram.

Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -