Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Sturlaðar asískar fiskibollur með ananassalsa

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fiskibollur eru vinsælar bæði hjá börnum og fullorðnum en þær er hægt að gera á óteljandi vegu og það er einmitt það sem gerir þær svo áhugaverðar. Hægt er að blanda fjölbreyttu hráefni saman í bollur og um að gera að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Hér er afar bragðgóð uppskrift að austurlenskum fiskibollum sem slá alltaf í gegn. 

Austurlenskar fiskbollur
fyrir 4

1 stilkur sítrónugras, sneiddur, eða börkur af 1 límónu
4 cm bútur engifer, sneiddur
2 hvítlauksgeirar
1 msk. kaffir-límónulauf (eða 2 lárviðarlauf)
5 msk. ferskur kóríander, saxaður
1 ferskur rauður chili-pipar
800 g fiskur í stórum bitum (hreinsuð vigt), eða fiskhakk
1 tsk. salt
80 g kókosmjöl eða ½ dl kókosmjólk
3-4 msk. olía

Setjið sítrónugras, engifer, hvítlauksgeira, kaffir-lauf, ferskan kóríander og chili í matvinnsluvél, blandið vel saman. Bætið fiski og salti út í og maukið vel saman. Bætið kókosmjöli út í og blandið vel saman, passið samt að ofhræra ekki. Formið bollur og hafið þær aðeins flatar. Steikið í heitri olíu.

Ananassalsa
¼ ferskur ananas ( 2-3 dl)
½ rauður chili-pipar, fræ fjarlægð og saxaður mjög smátt
½ granatepli
2 msk. olía
½ límóna, safi af henni
2-3 msk. ferskur kóríander, saxaður, eða steinselja
örlítið af hunangi eða sykri (smakkið til)

Blandið öllu saman og berið fram með bollunum ásamt salati.

- Auglýsing -

Uppskrift/Sigríður Björk Bragadóttir
Stílisti/Ólöf Jakobína Ernudóttir
Mynd/Rut Sigurðardóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -