Ofureinfalt konfekt þar sem möguleikarnir eru endalausir.
Súkkulaðimedalíur
u.þ.b. 25 medalíur
200 g dökkt súkkulaði, 50-70%
Hráefni til skrauts, t.d. kakónibbur, saxaðar pístasíur, hakkaðar heslihnetur, goji-ber, sneiddar þurrkaðar fíkjur og glitrandi skrautsykur. Hér eru möguleikarnir endalausir.
Takið fram ofnplötu og leggið smjörpappír ofan á. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og gætið að því að botninn á skálinni komist ekki í snertingu við hægsjóðandi vatnið.
Notið skeið til að hrúga bræddu súkkulaði ofan á smjörpappírinn og dreifið úr með skeið eða litlum hníf til að mynda disk á stærð við tíkall. Skreytið að vild.
Setjið plötuna í kæli og geymið þar til bera á konfektið fram, a.m.k. 30 mín.
Umsjón / Bergþóra Jónsdóttir og Nanna Teitsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir