Fimmtudagur 2. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Sumarleg sítrónukaka – einföld og skuggalega góð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sítrónur eru sennliega á topp tíu listanum yfir uppáhalds hráefnið okkar hér á Gestgjafanum og fátt er betra en sítrónur í sumarmatinn hvort sem það er í sætmeti eða mat. Hér er ein afar bragðgóð og skemmtileg kaka sem einfalt er að skella og fá þannig sólina inn í tilveruna.

 

Sjá einnig: Hvað eiga sítrónur sameiginlegt með krossförunum? Nokkrar áhugaverðar staðreyndir um sítrónur

Sumarleg sítrónukaka

150 g smjör, mjúkt
200 g sykur
3 egg
1 tsk. vanilludropar
200 g möndlur, malaðar fínt
120 g hveiti
¾ dl sítrónusafi
100 g sykur (fyrir sítrónulög)

Hitið ofninn í 140°C. Hrærið smjör og sykur saman þar til blandan verður ljós og kremkennd. Bætið eggjum út í, einu í einu, og síðast vanilludropum. Hrærið malaðar möndlur og hveiti saman við deigið. Setjið bökunarpappír í botninn og upp með börmunum á 15x25cm eða 20×20 cm formi og jafnið deigið. Bakið í 50 mín. Á meðan er gott að gera sítrónulöginn, setjið ¾ dl sítrónusafa og 100 g sykur í pott, látið suðuna koma upp og hrærið þar til sykurinn er uppleystur. Helliðsítrónuleginum yfir kökuna á meðan hún er volg, gott að gera það með matskeið, kælið kökuna. Takið kökuna úr forminu og setjið glassúr yfir,skreytið e.t.v. með sítrónuberki.

Glassúr
160 g flórsykur
1 ½ msk. sítrónubörkur

- Auglýsing -

Hrærið saman þar til glassúrinn er passlega þykkur til að setja yfir kökuna.

Uppskrift/Sigríður Björk Bragadóttir
Stílisti/Ólöf Jakobína Ernudóttir
Mynd/Hákon Davíð Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -