Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Sumarlegt kjúklingasalat með grilluðum gulrótum og appelsínum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hvað er sumarlegra en gott og matarmikið salat? Mögulega salat með grillkeimi? Hér er eitt æðislegt salat.

 

Kjúklingasalat með grilluðum gulrótum og appelsínum
fyrir 2-4

2 kjúklingabringur
2 msk. olía
safi og börkur af 1 límónu
1 tsk. sojasósa
1 hvítlauksgeiri, saxaður fínt
3 cm bútur engifer, rifinn fínt
½ chili-aldin, saxað
4 stórar gulrætur
1 msk. olía
1-2 appelsínur
u.þ.b. 200 g blandað salat
hálft búnt kóríander, gróft saxað
hálft búnt mynta, gróft saxað
4-6 litlar gúrkur eða ⅔ venjuleg
1 chili-aldin, skorið í þunnar sneiðar
1 dl salthnetur, ristðar
3 msk. sesamfræ, ristuð

Skerið kjúklingabringur í tvennt eftir endilöngu þannig að þið séuð með 4 þunnar sneiðar. Blandið saman olíu, safa, berki, sojasóu, hvítlauk, engifer og chili-aldini og blandið vel saman við kjúklingabringurnar. Látið gjarnan standa í 30-60 mín. Hitið grillið á háum hita og grillið bringurnar þar til þær eru eldaðar í gegn. Látið kólna og skerið svo í strimla. Afhýðið gulrætur og skerið hverja í fjóra parta eftir endilöngu. Sjóðið í saltvatni í 2-3 mín. Sigtið þá vatnið frá og þerrið gulræturnar. Veltið þeim upp úr olíu og stráið svolitlu salti og pipar á þær. Grillið gulræturnar þar til þær hafa tekið fallegan lit. Setjið til hliðar.

Skerið börkinn vandlega af appelsínunum og skerið þær síðan í 2-3 þykkar sneiðar. Grillið þær við meðalhita eða þar til þær hafa tekið fallegan lit.

Blandið saman salati, kryddjurtum, kjúklingi, gulrótum, appelsínum, gúrku og chili í skál eða raðið fallega á disk og stráið ristuðum salthnetum og sesamfræjum yfir. Dreypið salatsósunni yfir þegar salatið er borið fram.

- Auglýsing -

Salatsósa

safi úr ½ límónu
1 msk. sojasósa
1 msk. púðursykur
2 tsk. sesamolía
1-2 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir
smábútur ferskt engifer, rifinn fínt

Blandið öllu vel saman og bragðbætið með sojasósu og púðursykri eftir smekk.

- Auglýsing -

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Aldís Pálsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -