Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Sumarlegur pastaréttur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ferskar kryddjurtir, pasta og kalt hvítvín, hvað er fullkomnara á fallegum sumardegi. Einfalt, þægilegt og svo ofsalega gott. Það er nánast ómögulegt að gera vondan mat þegar hráefnið er gott, notið því gott pasta, ferskar kryddjurtir og brakandi nýtt grænmeti og þetta getur ekki klikkað.

Sjávarréttapasta
fyrir 2-3

1 dós kirsuberjatómatar (t.d. frá Cirio)
hnefafylli fersk basilíka
2 msk. jómfrúarolía
300 g linguine eða spaghetti
5 hvítlauksgeirar
3/4 dl jómfrúarolía
300 g rækjur og/eða sjávarréttablanda
safi úr 1/2 sítrónu
sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Sigtið mesta vökvann frá kirsuberjatómötunum og setjið þá í pott með basilíku og jómfrúarolíu. Látið malla saman í u.þ.b. 20 mín. setjið til hliðar. Sjóðið pasta skv. leiðbeiningum á pakkningu, sigtið vatnið frá en takið u.þ.b. 1/2 dl af pastavatninu frá. Maukið hvítlaukinn og setjið út í ólífuolíuna. Hitið pönnu og látið hvítlauksolíuna krauma í nokkrar mín. án þess þó að hvítlaukurinn brenni. Bætið sjávarfanginu á pönnuna og steikið í 2-3 mín. Setjið þá tómatmaukið saman við og látið malla í 1-2 mín. Bætið svolitlu af pastavatninu út í ef þar. Setjið pastað á pönnuna og blandið vel. Kreistið sítrónusafa yfir og bragðbætið með salti og pipar. Berið fram með basilíkuolíu.

basilíkuolía:
2 hnefafylli fersk basilíka
4 msk. jómfrúarolía
4 msk. mjúkt eða brætt smjör
1/2 tsk. gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar

Setjið allt saman í litla matvinnsluvél eða blandara og maukið. Eins má nota töfrasprota eða mortél.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Ernir Eyjólfsson
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -