Sveppasúpa með rósmarín og hvítlak
Þessi ljúffenga og auðvelda uppskrift er ,,Keto friendly‘‘ og bæði fullkomin fyrir matarboð eða í kvöldmatinn á þriðjudegi. Berið fram með stökku brauði.
Hráefni:
4 matskeiðar ólífuolía, smjör eða vegan smjör
einn stór laukur, skorinn í bita (eða tveir stórir skalottlaukar)
4 hvítlauksgeirar, grófsaxaðir (2–4 í viðbót til þess að skreyta, skornir í sneiðar)
500 gr sveppir, skornir í sneiðar
1/2 tsk salt
1 msk ferskt rósmarín, saxað (eða timjan)
1/4 bolli sherry matreiðsluvín (ekki edik) eða rauðvín
5 matskeiðar hveiti
3 bollar heitur grænmetiskraftur, kjúklingakraftur eða nautakraftur
1/2 bolli til 1 bolli sýrður rjómi ( þú getur líka notað vegan sýrðan rjóma, kasjúhneturjóma eða venjulegan rjóma)
pipar eftir smekk
Valfrjáls skreyting: Dreypið truffluolíu yfir ásamt hvítlauk
Aðferð:
1. Hitið olíu eða smjör í stórum potti. Bætið lauknum út í og steikið við meðalháan hita í 3-4 mínútur, hrærið stöðugt þar til hann er orðinn gylltur að lit. Lækkið hitann í miðlungs, bætið hvítlauk út í og steikið í 2 mínútur.Bætið sveppunum, salti og rósmaríni út í. Steikið í 10-12 mínútur, hrærið af og til, takið ykkur tíma og leyfið sveppunum að losa allan vökvann.
2. Bætið matreiðsluvíninu út í, hækkaðu hitann og hrærðu í um það bil 3-4 mínútur eða þar til sveppirnir hafa fengið fallegan gljáa. 3.Lækkið hitann aftur í miðlungs, stráið hveitinu yfir, hrærið stöðugt í 1-2 mínútur. Bætið einum bolla af heitu soði út í og hrærið vel. Gætið þess að bitarnir festist ekki í hornum og botninum. Bætið öðrum bollanum af soði saman við, hrærið vel til og bætið að lokum þriðja bollanum af soði í pottinn og látið krauma rólega.
4.Hrærið sýrða rjómanum saman við þar til hann hefur blandast soðinu. Kryddið með pipar og smakkið til með salti. Ef þú vilt þynnri súpu skaltu bæta við aðeins meira soði en gættu þess að salta ekki of mikið þar sem soðið sjálft er örlítið salt á bragðið.
5. Hellið í skálar og skreytið að vild. Berið fram með góðu brauði.