Föstudagur 22. nóvember, 2024
-1.6 C
Reykjavik

Tacos með kjötbollum, reyktu chipotle-salsa og rauðlauk

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Taco er afar fjölbreytt enda möguleikarnir óendanlegir þegar kemur að því að setja hráefni ofan á tortillurnar en taco hefur notið mikilla vinsælda víða um heim enda þægilegur, einfaldur og góður matur. Hér kemur uppskrift að tacos með kjötbollum og geggjaðri chipotle-salsa.

 

Tacos með kjötbollum, reyktu chipotle-salsa og rauðlauk

fyrir 4

500 g nautahakk
½ laukur, saxaður smátt
3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
40 g brauðrasp
3 msk. steinselja, söxuð
1 tsk. salt
½ tsk. svartur pipar
2 tsk. karrí
2 msk. olía til steikingar
1 dós tómatar
1 ferskt, rautt chili-aldin, saxað smátt
2 msk. ferskt kóríander, fínt saxað

Blandið nautahakki, lauk, hvítlauk, brauðraspi, salti, pipar og karríi í skál og blandið vel. Búið til bollur úr deiginu. Brúnið þær í 3-4 mín. og takið af pönnunni. Setjið tómata, kóríander og chili-aldin í blandara.

Hellið helmingnum á pönnuna og setjið kjötbollurnar saman við, smakkið til með salti og pipar. Látið malla í nokkrar mín. Berið hinn helminginn fram með tortillakökunum ásamt lauk og sýrðum rjóma.

- Auglýsing -

Skerið t.d. niður radísur, hvítan lauk og kóríander og berið einnig fram með matnum.

Rauðlaukur

½ rauðlaukur, sneiddur
1 tsk. chili-flögur, steyttar
safi úr 2 límónum
¼ tsk. salt

- Auglýsing -

Blandið öllu saman og látið standa í 2-3 klst. fyrir framreiðslu.

Reykt chipotle-salsa

 

100 g tómatar, skornir í bita

½ laukur, saxaður

2 tsk. chili-flögur

2 tsk. chipotle-mauk

2 msk. agave-síróp

2 tsk. sjávarsalt

50 ml hrísgrjónaedik

1 tsk. salt

½ tsk. nýmalaður pipar

1 tsk. kumminduft

Reykt chipotle-salsa.

Setjið tómata, lauk og 250 ml vatn í pott. Látið sjóða í 5 mín. hellið vatninu frá og setjið til hliðar. Hitið olíu á pönnu og setjið chili-flögurnar út á og steikið í nokkrar sekúndur.

Blandið síðan tómötunum og lauknum saman við og setjið í matvinnsluvél og látið allt annað saman við og blandið vel. Hellið í pott og bætið 100 ml af vatni saman við ef blandan er of þykk. Smakkið til með salti og pipar. Salsað er best framreitt kalt.

 

Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -