Föstudagur 22. nóvember, 2024
-1.6 C
Reykjavik

Táp og te í Portinu!

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrir nokkru síðan heyrði Gestgjafinn af skemmtilegu teboði í portinu á bak við Nýbýlaveg 8 í Kópavogi en þar leynist skemmtilegur markaður með gamalt góss og allskonar gersemar. Þessi yndislegi markaður kallast Portið og það er eiginlega eins og að fara nokkra áratugi aftur í tímann þegar komið er inn í þennan ævintýraheim.

 

Það er hópur kvenna sem stendur á bak við Portið sem hefur verið starfandi í nokkur ár en það eru þær Guðný Þórarinsdóttir, Svandís Ása Sigurjónsdóttir, Inga Elín Kristinsdóttir, Ingibjörg Jóhanna Gunnlaugsdóttir og Edda Sverrisdóttir.

Mynd / Heiðdís G. Gunnarsdóttir.

Konurnar héldu afar skemmtilegt teboð í húsakynnum Portsins sem Gestgjafinn fékk að vera í. Hér eru fjórar unaðslegar uppskriftir úr boðinu sem þær stöllur deila með okkur.

Sítrónu-möndlukaka

botn:

125 g smjör
80 g hrásykur
hnífsoddur af salti
175 hveiti
50 g möndlur, malaðar
1 msk. mjólk

- Auglýsing -
Dásamleg sítrónu-möndlukaka.

Fylling:

safi úr fjórum sítrónum (u.þ.b. 225 ml)
5 egg
250 g hrásykur
25 g hveiti
sítrónubörkur, af þremur sítrónum, fínt rifinn
25 g ristaðar möndluflögur
flórsykur, til að dusta yfir

Hitið ofninn í 180°C. Setjið bökunarpappír í botninn á lausbotna formi sem er u.þ.b. 24 cm í þvermál. Setjið smjör, sykur og salt í skál og hrærið vel saman þar til blandan er ljós og létt. Bætið þá hveiti, möndlunum og mjólk saman við. Hrærið þessu vel saman með trésleif eða höndunum þar til blandan er orðin að deigi. Setjið þétt í bökunarformið og látið fylla vel út í hliðarnar.

- Auglýsing -
Mynd / Heiðdís G. Gunnarsdóttir.

Bakið í 25 mínútur eða þar til deigið er gullið að lit. Meðan botninn bakast hrærið þá saman sítrónusafa og egg. Hellið síðan saman við sykri, hveiti og rifna sítrónuberkinum og blandið vel saman. Þegar botninn er tilbúinn er hann látinn kólna lítillega og best að setja álpappír vel utanum formið því fyllingin gæti lekið með fram.

Hellið fyllingunni yfir botninn og bakið í 15 mínútur eða þar til þetta er nokkuð stíft.

Takið út, dreifið ristuðu möndluflögunum yfir og bakið í 5 mínútur til viðbótar. Látið kólna í forminu og dustið yfir flórsykri þegar kakan er borin fram.

Gott er að hafa þeyttan rjóma með.

Mynd / Heiðdís G. Gunnarsdóttir.

Skonsur með parmesanosti og sólþurrkuðum tómötum
8 stk.

220 g hveiti
salt á hnífsoddi
50 g smjör, við stofuhita
1 tsk. lyftiduft
½ tsk. matarsódi
40 g parmesanostur, fínt rifinn
3 timjangreinar, lauf notuð
40 sólþurrkaðir tómatar smátt skornir og 8 bitar til viðbótar til skreytingar
150 ml mjólk
smjör til að smyrja með

Skonsur með parmesanosti og sólþurrkuðum tómötum.

Hitið ofninn í 220°C og setjið bökunarpappír á ofnplötu. Blandið, hveiti, salti, lyftidufti og matarsóta í skál og brytjið smjörið saman við. Blandið parmesan-ostinum, timjani og söxuðum sólþurrkuðum tómötum saman við.

Gerið holu í miðju og hellið mjólkinni í hana. Hnoðið öllu saman þar til deigið er mjúkt og meðfærilegt. Skiptið í 8 bita sem eru u.þ.b. 2,5 cm á þykkt. Setjið á plötuna og þrýstið bita af sólþurrkuðum tómati á hverja bollu til skreytingar.

Penslið létt með mjólk og bakið í 15 mínútur eða þar til þær eru byrjaðar að brúnast. Berið fram nýbakaðar, skornar í tvennt með smjöri.

Pavlovur

3 eggjahvítur
2 dl sykur
1 tsk. borðedik

Pavlovur með sítrónusmjöri.

Hitið ofn í 130°C. Stífþeytið eggjahvíturnar. Bætið sykrinum rólega út í, eina matskeið í einu, þeytið í á milli. Setjið borðedik saman við og hrærið í svolitla stund í viðbót.

Notið bökunarpappír, setjið matskeið af marens í einu með litlu bili á milli. Bakið í 70 mínútur, slökkvið þá á hitanum og látið kólna í ofninum.

Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Sítrónusmjör (lemon curd)

2 egg
1 dl sítrónusafi (1-2 sítrónur)
4 dl flórsykur
70 g smjör

Pískið eggin létt saman með gafli. Setjið sítrónusafa, flórsykur og eggin í pott. Hitið þar til blandan fer að þykkna, passið að hún sjóði samt ekki.

Takið pottinn af hellunni og setjið smjörið saman við og hitið þar til smjörið hefur bráðnað og blandan er farin að þykkna en passið að hún má ekki sjóða.

Setjið sítrónusmjörið ofan á botnana og látið þeyttan rjóma ofan á, skeytið með berjum eftir smekk.

Litlar gúrkusamlokur

1 gott samlokubrauð, helst alveg hvítt
íslensk agúrka
smjör
smáhvítvínsedik
graslaukur

Litlar gúrkusamlokur með kryddmjöri.

Stingið út litlar kringlóttar brauðsneiðar í sömu stærð og gúrkusneið.
Sneiðið gúrku í þunnar sneiðar.

Kryddsmjör:

200 g lint smjör
1 msk. hvítvínsedik
4 msk. graslaukur
salt og pipar

Þeytið smjör og edik saman í hrærivél, þar til smjörið verður létt og meðfærilegt.
Bætið graslauk saman við og bragðbætið með pipar og salti.

Leggið brauðsneiðarnar saman með smjöri og gúrku og endið á gúrkusneið.

Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Umsjón / Ólöf Jakobína Ernudóttir
Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -