Laugardagur 21. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Þakbar og Michelin stjörnu kokkur, glæsihótelið Reykjavík EDITION opnar dyr sínar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lúxus hótelið Reykjavik EDITION, sem nú er opið til forskoðunar, er glæsileg viðbót í höfuðborgina með einstökum veitingastöðum og börum.

Veitingasvæði EDITION eru nokkur t.d. opinn bar í anddyrinu, kaffihúsið Tides og sérréttaveitingastaður.
Þá verður glæsilegur kokteilbar opnaður á nýju ári. Um er að næða næturklúbb og þakbar sem hefur ekki sést áður hér á landi. Því má með sanni segja að Reykjavík EDITION sé staður fyrir öll tækifæri.
Gunnar Karl Gíslason sem er kokkurinn á bak við Dill, hinn vinsæla veitingastað, og handhafi New Nordic Michelin-stjörnunnar er við stjórnvölinn á Tides, sérstökum veitingastað Reykjavík EDITION sem skartar verönd og sérinngangi frá höfninni.

Segist Gunnar Karl vera spenntur fyrir því að vera hluti af opnun Reykjavík EDITION sem beðið hafi verið eftir með mikilli eftirvæntingu.
„Ég vona svo sannarlega að þetta verði tímamót í matargerðarlist í Reykjavík og ég er fullur eftirvæntingar fyrir hönd íslenskrar nútímamatargerðar sem fær að sanna sig á alþjóðavettvangi.“
Tides býður upp á það allra besta af náttúrulegu hráefni landsins. Gunnar Karl býður upp á nútímalega íslenska matargerð sem ber keim af hefðbundnum eldunaraðferðum með áherslu á árstíðabundnar íslenskar afurðir og hágæða alþjóðlegt hráefni sem er að mestu eldað yfir opnum eldi.

Fyrir þá sem koma til kvöldverðar tryggir Gunnar Karl Gíslason kokkur að íslensk nútímamatargerð og menning einkenni allt sem hann framleiðir í eldhúsinu, parað saman við tilkomumikinn vínlista þar sem er að finna vín frá öllum heimshornum.

Nokkrir helstu réttir á matseðlinum eru:

Grillaður sólkoli, spergilkál og skessujurt

- Auglýsing -

Bakaður þorskur, grillaðar kartöflur, blandaðar jurtir og brúnað smjör

Þunnskorið angus-nautakjöt með GK BBQ-gljáa, stöppuðum kartöflum, grilluðum portobello-sveppum og salati

Brúnaður og hægeldaður lambabógur, súrsaður laukur, mynta og epli.

- Auglýsing -

Hefur Reykjavík EDITION tekist að skapa sérstaklega fallegt umhverfi þar sem hvert einasta smáatriði er út pælt. Fléttuð er saman hlýleg stemning með landslagi Íslands en í bar anddyris er opið eldstæði, hannað af Roman & Williams. Þá er mjúk birta af hvítum bronsgólflömpum frá Christian Liaigre  fullkomin pörun blágrýtis og hraungrjóts.

Reykjavík EDITION er því ekki einungis glæsihótel heldur líka staður fyrir sælkera.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -