Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.4 C
Reykjavik

„Þetta eru langbestu laufabrauðin“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þó að Anna María Larsson hafi búið í Svíþjóð alla ævi er hún dugleg að hafa íslenskar hefðir í heiðri og þar koma ekki jólin nema með rammíslensku laufabrauði eftir uppskriftinni frá langömmu úr Eyjafirði.

„Við reynum alltaf að hittast öll fjölskyldan til að gera laufabrauð,“ segir Anna María.

Uppskriftin sem þau nota er úr Eyjafirði, frá langömmu Önnu Maríu, Margréti Magnúsdóttur. „Það var líka langamma sem breytti uppskriftinni og bætti rúgmjöli í hveitið. Þetta eru langbestu laufabrauðin. Langamma kenndi síðan ömmu og mömmu að gera laufabrauð og mamma kenndi mér. Galdurinn er að hnoða deigið ekki of mikið því annars er erfitt að fletja það út.“

Laufabrauðið passar vel við sænska jólahlaðborðið

Anna María er fædd og uppalin í Uppsala í Svíþjóð en mamma hennar fór til þangað til að læra þegar hún var ung. „Á jólunum blöndum við sænskum og íslenskum jólahefðum saman, höfum tekið það besta úr þeim báðum. Laufabrauðið passar til dæmis rosalega vel við sænska jólahlaðborðið.“

Uppskriftina að laufabrauðinu má finna í jólablaði Gestgjafans.

Lestu viðtalið við Önnu í heild sinni í jólablaði Gestgjafans. Þar deilir Anna uppskriftinni að laufabrauði langömmu sinnar sem hún segir vera „langbest“.

- Auglýsing -

Tryggðu þér áskrift að Gestgjafanum í vefverslun

Myndir / Anna María Larsson

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -