- Auglýsing -
Það er fátt betra en að fá nýþeyttan rjóma út á ávexti sem steiktir hafa verið á opnum eldi í útilegunni. Það eina sem þarf er krukka og teskeið og svo náttúrulega rjóminn.
Setjið skeiðina ofan í krukkuna ásamt rjómanum, skrúfið lokið þétt á og hristið og hristið þar til rjóminn fer að stífna, þetta tekur fremur stuttan tíma. Ef engin krukka er til taks má nota góða rennilásapoka en það þarf að hrista þá fremur varlega og jafnvel að nota tvo til vara.