Föstudagur 25. október, 2024
1.5 C
Reykjavik

Þrenna úr rófum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gulrófur eru stundum kallaðar „appelsínur norðursins“ vegna þess hversu hátt C-vítamíninnihald þeirra er. Þær eru tilvalið meðlæti en henta einnig vel í grænmetisrétti. Hér eru þrjár hugmyndir að meðlæti sem einfalt er að útbúa úr gulrófunum góðu.

 

Rófusnakk

Hægt er að gera heimatilbúnar flögur úr allskonar rótargrænmeti og um að gera að prófa sig áfram. Hér er það þó æfingin sem skapar meistarann og samspil þykktar á sneiðum, hita á olíu og steikingartíma skiptir sköpum fyrir útkomuna.

1 gulrófa
olía til steikingar
gróft sjávarsalt

Skerið gulrófuna í mjög þunnar sneiðar, nauðsynlegt er að nota góðan hníf eða mandólín. Setjið sneiðarnar á milli laga af eldhúsbréfi og þrýstið vel á þannig að sem mest að vatni fari úr þeim. Hitið olíu í djúpum potti, athugið að það þarf ekki að fylla pottinn af olíu, u.þ.b. 5 cm dýpt er nóg. Steikið flögurnar í litlum skömmtum þar til þær hafa brúnast vel. Setjið á eldhúspappír eða bökunargrind þannig að olían leki vel af og stráið grófu sjávarsalti yfir.

Bakaðar rófur með beikoni

2 stk.

Hér má alveg sleppa beikoninu og nota t.d. fetaost í staðinn eða fínt saxaðan lauk.

- Auglýsing -

u.þ.b. 80 g beikon
2 litlar gulrófur
4 msk. smjör
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar
2 msk. rifinn ostur

Hitið ofn í 220°C. Skerið aðeins ofan af rófunum þannig að þær geti staðið stöðugar á „haus“. Skerið raufar í rófurnar en gætið þess að skera ekki alveg niður (gott er að setja trésleifar sitthvorum megin við rófuna þannig að hnífurinn stoppi á þeim). Setjið rófurnar á álpappír og troðið smjöri og beikoni inn í allar raufar, stráið salti og pipar yfir og pakkið þeim þétt inn í álpappír, setjið á ofnplötu og bakið í u.þ.b. 50 mín. eða þar til rófunar eru bakaðar í gegn. Opnið þá álpappírinn varlega, stráið rifnum osti yfir og bakið áfram þar til osturinn hefur brúnast fallega.

Einfalt gulrófusalat

fyrir 2-3

- Auglýsing -

u.þ.b. 30 g rúsínur
safi úr ½ appelsínu
½ tsk. rifið engifer
1 gulrófa (u.þ.b. 400 g)

Setjið rúsínur, appelsínusafa og engifer saman í skál og látið standa eins og þið hafið tíma til, því lengur því betra. Afhýðið rófuna og rífið hana gróft á rifjárni. Blandið öllu saman og berið fram.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Rut Sigurðardóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnardóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -