Hráefni
100g heilhveiti penne
1 tsk repjuolía
1 stór laukur, gróflega saxaður
1 appelsínugul paprika, fræhreinsuð og skorin í bita
2 hvítlauksrif, söxuð smátt
2 tsk milt chili duft
1 tsk malað kóríander
½ tsk kúmenfræ
400 g dós saxaðir tómatar
196g dós maís í vatni
1 tsk grænmetiskraftur
1 avókadó, steinhreinsað og skorið
1/2 lime, börkur og safi
handfylli kóríander, saxað
Aðferð
Sjóðið pastað í 10-12 mínútur. Á meðan hitarðu olíuna á meðalstórri pönnu. Bætið lauknum og paprikkunni út í og steikið. Hrærið vel í 10 mínútur þar til grænmetið er orðið mjúkt. Hrærið hvítlauknum og kryddinu út í og restinni af hráefnunum.
Lokið og látið malla í 15 mín.
Á meðan skerðu avókadó og kreistir limesafann yfir. (rífðu einnig örlítið af lime börk)
Blandið pastanu út í sósuna ásamt kóríander. Hellið pastanu í skálar, toppið með avókadóinu og stráið kóríanderblöðunum yfir.