Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Tvær spennandi maríneringar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kryddlögur eða marínering er nokkuð sem mörgum líkar vel við en góður lögur yfirgnæfir ekki bragðið af góðu kjötinu, heldur að ýtir undir og betrumbætir það. Hér eru tveir spennandi kryddlegir sem eiga það sameiginlegt að þá má gera löngu áður og eiga í ísskáp.

 

Marg af salti og af sýru skiptir máli þegar kryddlögur er útbúinn. Þegar ég tala um sýru getur það verið edik, sítrónusafi, jógúrt, ávextir og margt fleira. Of mikið magn sýru opnar kjötið og lætur prótín í kjötinu hlaupa sem er ekki það sem við viljum og því gott er að passa upp á sýrumagn, sérstaklega ef steikin á að liggja lengi í leginum.

Varðandi saltið þá þurrkar það kjötið og þess vegna viljum við ekki setja það á fyrr en u.þ.b. 10 mín. áður en kjötið fer í steikingu, annars er hætt á því að kjötið verði of þurrt. Verið síðan endilega dugleg að prófa ykkur áfram með því sem til er í skápnum.

Salvíu- og sinnepsfrækryddlögur
2 lúkur af ferskri salvíu
2 msk. sinnepsfræ
1 msk. kóranderfræ
1 sítróna, safinn
1 dl olía
20 g púðursykur

Setjið allt í mortél eða matvinnsluvél og látið ganga þar til allt er vel samlagað. Þessi hentar mjög vel á allan fisk og eins á kalkún. Ekkert salt er í blöndunni og þarf að bæta því aukalega við rétt fyrir steikingu.

Stout- og lakkrískryddlögur
1 stk. (330 ml) Stout 
3 msk. lakkríssíróp
1 anísstjarna
1 kardimomma, fræin úr henni steytt
2 msk. olía

- Auglýsing -

Allt sett í mortél eða matvinnsluvél og látið ganga þar til allt er vel samlagað. Þessi hentar mjög vel á allt nautakjöt og eins á villibráð. Ekkert salt er í blöndunni og því þarf að bæta því aukalega við rétt fyrir steikingu.

Stout- og lakkrískryddlögur. Mynd/ Ernir Eyjólfsson

Umsjón / Hinrik Carl Ellertsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Ernir Eyjólfsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -