Föstudagur 17. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Undir ítölskum áhrifum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Útvarpskonan Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, Kjartan Sturluson viðskiptafræðingur og Arnar Bjarnason, eigandi Vínbóndans ehf. eiga það sameiginlegt að hafa öll búið á Ítalíu og segja að búsetan hafi haft mikil áhrif matargerð þeirra. Í nýjasta tölublaði Gestgjafans deila þau upplifun sinni af Ítalíu með lesendum og gefa okkur uppskriftir að gómsætum ítölskum réttum.

 

„Ég lærði að njóta lífsins, fá menninguna beint í æð og finna að hamingjan er kannski bara að fá í hendurnar brakandi rucola frá brosmildum grænmetissala eða að standa í röð fyrir framan pínulítið kaffihús af því þar er besta kaffið. Að búa í borg eins og Flórens þar sem helstu listaverk veraldarinnar eru við hvert fótmál eru forréttindi,“ segir Sigurlaug sem dvaldi eitt ár í borginni.
„Flórensbúar kenndu mér að einfaldur heiðarlegur sveitamatur er besti matur í heimi og það var sérlega ánægjulegt þegar ég gerði mér grein fyrir að ítalskur matur væri ekki bara pasta. Í ítalskri matargerð er lögð áhersla á gott hráefni og einfaldleika, hver matur fær að njóta sín.

Arnar tekur undir þetta með einfaldleikann. „Einfaldleikinn og mikilvægi góðs hráefnis lýsir ítölskum mat best. Það er ekki tilviljun að starfsemi eins og Slow Food hafi fæðst á Ítalíu, en Slow Food endurspeglar allt í senn, að bera virðingu fyrir hráefninu, landinu og fólkinu. Maturinn er tekinn mjög alvarlega, um leið og hann er gleðigjafi er hann helsta ástæða þess að fólk og fjölskyldur koma saman og gleðjast. Það er ekki verra ef það er smávegis vínlögg með,“ segir Arnar.

Kjartani finnst mjög skemmtilegast að elda elda pastarétti og finnst dásamlegar pastasósur einhvern veginn toppa allt. „Það er skemmtilegt að bera á borð risastórt fat af ilmandi pastarétti og upplifa fjölskyldumeðlimi keppast við að fá sér mikið á diskinn, klára upp til agna og fá sér meira. Geggjað,“ segir Kjartan.

Nánari viðtöl og uppskriftir sem þau deila er að finna í nýjasta tölublaði Gestgjafans, 7. tbl. 2020.

Tryggðu þér áskrift að Gestgjafanum í vefverslun

7. tbl. 2020 er tileinkað ítalskri matarmenningu. Forsíðumynd/Hallur Karlsson Stílisering/Hanna Ingibjörg Uppskrift/Folda Guðlaugsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -