Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Uppáhaldsgrillmatur kokkanna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í nýjasta tölublaði Gestgjafans, 5. tbl. 2020, fengum við nokkra matreiðslumenn til að grilla og gefa okkur uppskriftir að grillréttum. Þau voru öll sammála um að stemningin í kringum grillið sé einstök og bragðið, útiveran og félagskapurinn. En hver er uppáhaldsgrillmatur þeirra?

 

Ísak Darri Þorsteinsson er matreiðslumaður hjá Lux veitingum og liðsmaður í kokkalandsliði Íslands. „Ef veður leyfir reyni ég að vera duglegur að grilla en grillað nauta-ribeye með alls konar meðlæti og það besta sem ég fæ. Þá sjaldan sem ég fer upp í bústað með félögunum þá grillum við naut, þegar ég segi „við“ þá meina ég að „ég“ grilli,“ segir Ísak Darri og hlær. „Helsta ráðið sem ég get gefið lesendum varðandi grill er að hugsa vel um það, þrífa það alltaf strax eftir notkun. Ég ber alltaf olíu á grindurnar áður en ég kveiki á grillinu, það kemur í veg fyrir að hráefnið festist við þær.“

Agnes Bára Aradóttir er matreiðslumaður á veitingastaðnum Sjálandi og henni finnst stemningin í kringum grillmat alltaf skemmtileg. Í uppáhaldi er fiskur af öllu tagi en oft verður samt einhvers konar kjöt fyrir valinu þegar hún grillar. „Fátt jafnast á við að grilla góðan mat í góðra vina hópi. Maturinn þarf ekki að vera flókinn til að vera góður, einfalt er oftast best, og munið bara að hafa grillið nógu andskoti heitt.“

Grilluð sjávarréttaspjót og grænmeti eftir Agnesi Báru Aradóttur. Mynd/Hákon Davíð Björnsson

Valtýr Svanur Ragnarsson er yfirmatreiðslumaður á Matarkjallaranum og kennir sjónvarpskonunni Evu Ruzu að elda í þáttunum Mannlíf sem nýlega hófu göngu sína á Sjónvarpi Símans. „Flestir Íslendingar eru fljótir að kveikja á grillinu um leið og styttir upp á vorin, einhvern veginn er alveg sama hvað maður setur á grillið, það elska það bara allir. Á mínu heimili er grillmatur mjög mikill svona feel good-matur og mér finnst alltaf sérstaklega góð tilfinning að kveikja á grillinu vitandi að ég er að fara að borða eitthvað djúsí. Nauta-ribeye er í algjöru uppáhaldi, sama í hvaða formi, með grilluðum aspas og hollandaise-sósu, algjört nammi.“

Sigurþór Jóhannsson er matreiðslumaður á veitingastaðnum Skál! og segir að bragðið sé mest heillandi við grillmat, kótilettur séu í uppáhaldi og lykilatriði að borða þær með höndunum. „Rétt eins og hver annar Íslendingur reyni ég að nýta hvert tækifæri sem ég fæ til að grilla. Mikilvægt er að viðhalda grillinu vel, en við búum á Íslandi og hér er oft skítaveður, og hafa alltaf við höndina góðar tangir, grillbursta og ískaldan bjór.“

Ítarlegri viðtöl við matreiðslumennina og uppskriftirnar að grillréttunum er að finna í 5. tbl. Gestgjafans, 2020.

- Auglýsing -

Tryggðu þér áskrift að Gestgjafanum í vefverslun

5. tbl. Gestgjafans, 2020.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -