Laxa alfredo
Hráefni:
340 grömm penne pasta
3 matskeiðar smjör
2 hvítlauksgeirar saxaðir
1½ bolli rjómi
1 bolli parmesanostur (rifinn)
salt og pipar eftir smekk
220 grömm reyktur lax (skorinn í þunnar ræmur)
2-3 greinar ferskt timjan
Aðferð:
1. Sjóðið pastað í stórum potti samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum. Saltið örlítið.
2. Geymið ½ bolla af pastavatni. Sigtaðu pastað frá og leggðu til hliðar.
3. Alfredo sósa: Bræðið smjörið á stórri pönnu við meðalhita. Bætið hvítlauknum út í og steikið í 30 sekúndur. Hrærið rjómanum saman við og látið suðuna koma rólega upp. Bætið ½ bolla af pastavatni út í og hrærið.
4. Lækkið hitann og bætið við parmesanosti. kryddið með salti og pipar eftir smekk og hrærið þar til sósan er orðin mjúk.
5. Blandið öllu saman – Bætið pasta og laxi í pottinn og hrærið vel saman við rjómann. Smakkið til og kryddið eftir þörf.
6. Skreytið með fersku timjan og berið fram strax með auka parmesanosti.