Mánudagur 13. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Uppskriftir í stað brúðargjafa

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þegar hjónin Kristín Þóra Harðardóttir, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins, og Árni Ragnar Stefánsson, starfsmaður Seðlabanka Íslands, giftu sig í sumar ákváðu þau að afþakka brúðargjafir en báðu gesti í staðinn um að gefa sér uppskrift að þeirra uppáhaldsrétti. Þau hafa síðan útbúið sína eigin persónulegu matreiðslubók.

 

„Við erum komin á þann aldur að það er lítill skortur á eldföstum mótum, hnífapörum og öðru því sem algengt er að ung brúðhjón vilji sanka að sér. Við vildum því gera eitthvað annað en að taka við hefðbundnum brúðargjöfum. Við hugsuðum þetta mikið og þar sem við höfum bæði áhuga á matargerð og slíku þá fæddist þessi hugmynd sem svo smám saman vatt upp á sig og endaði í þessu verkefni,“ segir Kristín en þau hjónin eru annálaðir matgæðingar, finnst gaman að elda, prófa eitthvað nýtt og vinna vel saman í eldhúsinu.

Gestirnir færðu Árna og Kristínu uppskriftirnar í ýmsum útgáfum. Mynd/Hallur Karlsson

„Við báðum sem sagt gesti að gefa okkur ekki veraldlega hluti en bentum á að ef að þeir vildu gleðja okkur þá þætti okkur gaman að fá frá þeim uppskrift að uppáhaldsrétti. Við fengum uppskriftir í ýmsu formi og hugmyndaauðgi gesta var mikil. Þetta voru ekki bara mataruppskriftir heldur líka uppskriftir og leiðbeiningar sem gott er að hafa í huga í lífinu. Til dæmis fengum við leiðbeiningar um hvernig fara skyldi að þegar hjón spiluðu rommí, en þá er ákaflega mikilvægt að leyfa hinum aðilanum að vinna stundum. Önnur uppáhaldsregla er að það sé mikilvægt að hjón reyni að vera hvort öðru ekki til mikilla ama eða leiðinda.“

Ítarlegra viðtal og uppskriftir úr bókinni er að finna í 2. tbl. Gestgjafans.
Tryggðu þér áskrift að Gestgjafanum í vefverslun

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -