- Auglýsing -
Engiferkökur eru einstaklega góðar með ískaldri mjólk. Þær er auðvelt að baka og þær eru sérstaklega vinsælar hjá yngstu kynslóðinni. Hér að neðan fylgir uppskrift að engiferkökum fyrir þá sem langar að prófa fyrir jólin.
Engiferkökur
500 g hveiti
500 g púðursykur
2 egg
250 g smjörlíki
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. matarsódi
2 tsk. engifer
1 tsk. negull
1 tsk. kanill
Allt sett saman í hrærivélarskál og hnoðað. Kælið deigið áður í 30-60 mínútur.
Rúllið í litlar kúlur, þrýstið létt ofan á þær með gaffli þegar þær eru komnar á bökunarplötuna.
Bakið við 200 °C í um 10 mínútur.