Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-0.3 C
Reykjavik

Hunangs kanil kaka

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hunangs kanil kaka
Þessi uppskrift er sérstaklega auðveld þar sem tilbúið kökumix er notað við baksturinn. Hún er tilvalin fyrir afmæli eða bröns en blandan af hunangi, kanil og vanillu gerir hana einstaka.

Hráefni:
1 kassi ljóst kökumix

4 stór egg

¾ bolli jurtaolía

1 bolli sýrður rjómi

2 msk hunang

- Auglýsing -

Fyrir miðjulag/fyllingu:

1 bolli ljós púðursykur

2 tsk malaður kanill

- Auglýsing -

½ bolli pekanhnetur saxaðar(má sleppa)

Fyrir gláann:

1 bolli flórsykur

1 matskeið mjólk

1 tsk vanilludropar

Aðferð:
1. Forhitið ofninn í 160°C og smyrjið sirka 22×33 cm eldfast mót með smjöri. Leggið til hliðar.

2. Í stórri skál, blandaðu kökumixinu saman við egg, jurtaolíu, sýrðan rjóma og hunang. (best er að nota hrærivél eða handþeytara) Hellið helmingnum af kökudeiginu í tilbúið form.

3. Blandaðu púðursykri saman við kanil og saxaðar pekanhnetur í skál og stráið blöndunni yfir kökudeigið. Hellið svo afganginum af kökudeiginu yfir kanilpekanblönduna. Lagið af kökudeiginu verður þunnt, svo þú þarft spaða til að dreifa því varlega út.

4. Bakið í forhituðum ofni í 35-40 mínútur. Meðan kakan er í ofninum er tilvalið að búa til gljáann.

5. Blandið flórsykri saman við mjólk og vanilludropa í skál. Þegar þú tekur volga kökuna úr ofninum skaltu hella gljáanum beint á hana. Látið stífna og kökuna kólna, skerið síðan í sneiðar og berið fram.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -