- Auglýsing -
Dill, eini íslenski veitingastaðurinn sem hefur hlotið Michelin-stjörnu, heyrir sögunni til samkvæmt frétt á vef K100.
Veitingastaðnum Dil hefur verið lokað er fram kemur í frétt K100.
Þar segir að samkvæmt óstaðfestum heimildum sé búið að taka félagið sem rak veitingastaðinn Dill og veitingastaðinn Systur á Hverfisgötu til gjaldþrotaskipta.
Þess má geta að árið 2017 fékk Dill Michelin-stjörnu en missti stjörnuna í byrjun þessa árs. Gunnar Karl Gíslason, matreiðslumeistari og einn þeirra sem stofnuðu Dill, greindi þá frá því í viðtali við Morgunblaðið að það hefði komið honum á óvart þegar Dill missti stjörnuna eftirsóttu en að planið væri að endurheimta hana.