Laugardagur 18. janúar, 2025
2.7 C
Reykjavik

Áhrif frá Túnis

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Safa Jamei er frá Túnis og flutti til Íslands fyrir nokkrum árum. Hún hefur síðan þá klárað háskólanám og stofnað nokkur fyrirtæki. Eitt af þeim er Mabrúka sem tengist framleiðslu á handgerðu gæðakryddi í Túnis og innflutningsfyrirtæki á Íslandi sem flytur kryddin til landsins.

Safa segir að hún hafi ekkert vitað um Ísland áður en hún fór að velta því fyrir sér að fara til Íslands. „Ég man að ég var einu sinni í tölvunni að læra fyrir próf árið 2017 og sá allt í einu auglýsingu tengda Ísland þar sem sagði: „Komið til Íslands að vinna sem „Camp Leader í sjálfboðaliðastarfi í Hveragerði.“ Mér fannst þetta spennandi og ákvað þá að sækja um þetta starf. Ég fékk það og kom til Íslands í fyrsta skipti í júní 2017. Starfið var í þrjá mánuði og þetta var skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið og besta upplifun lífs míns. Við vorum allan daginn úti í náttúrunni eða að vinna í gróðurhúsi. Ég fékk að þjálfa 18 unglinga á tveggja vikna fresti og komu þeir frá ýmsum löndum. Þetta var bæði spennandi og gefandi. Ég byrjaði að læra meira um sjálfa mig og hvað mig langaði að gera í lífinu. Ísland var staðurinn sem kenndi mér mikið um sjálfa mig og gaf mér tækifæri til að horfa á lífið með öðrum augum en minnti mig líka á hvað Safa vildi gera í lífinu þegar hún var lítil stelpa.“

Eftir mánuðina þrjá í Hveragerði þurfti Safa að fara heim til Túnis. Hún var leið af því að henni fannst hún þurfa að gera meira á Íslandi. „Það var eitthvað annað sem ég vildi uppgötva. Kannski var þetta frelsið; að verða manneskjan sem ég vildi verða.“

Viltu vita meira?
Viðtalið birtist í nýjasta tölublaði Víns og matar. Það má lesa í heild sinni og skoða uppskriftir sem Safa deilir með lesendum hér:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -