Annað tölublað af hinu glæsilega tímariti, Vin & Matur, er komið út, en það er Katrín Guðjónsdóttir sem er umsjónarmaður og ritstjóri blaðsins.
Tímaritið á að höfða til sem flestra, óháð aldri, kyni og kunnáttu fólks í eldamennsku.
Þar getur fólk fundið uppskriftir fyrir hin ýmsu tilefni; fljótlega rétti, eftirrétti og fróðleiksmola.
Barnafjölskyldur fá opnu í hverju tölublaði. Þar verða hugmyndir og uppskriftir sem allir geta tekið þátt í, börnin líka!
Vín og Matur hefur fengið sér til liðs Örn Erlingsson og Grétar Matthíasson matreiðslumenn sem munu deila með lesendum girnilegum uppskriftum.
Blaðið mun þó ekki eingöngu innihalda uppskriftir heldur einnig fróðleik og umfjallanir um hina ýmsu veitingastaði víðs vegar um landið.
Vín & Matur verður í frídreifingu í verslunum Bónus og geta því landsmenn kippt með sér eintaki, en nú verður fólk að drífa sig því síðasta blað rauk út og kláraðist á mettíma.