Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Vínklúbburinn – Vín í áskrift

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hugmyndin með Vínklúbbnum er að bjóða upp á léttvín í áskrift og stuðla að aukinni þekkingu um vín á Íslandi. Lögð er áhersla á gæðavín sem koma frá mismunandi löndum, héruðum og af margvíslegum þrúgum. Í hverri sendingu fylgir greinargóð lýsing á vínunum og framleiðendum þeirra.

Vínklúbburinn var stofnaður haustið 2022 að erlendri fyrirmynd. Stofnendur eru nokkur vinahjón sem kynnst hafa slíkum klúbbum en víða hefur lengi tíðkast að fólk gerist áskrifendur að vínkössum sem sendir eru heim að dyrum. Áskrifendur að Vínklúbbnum vita ekki hvað leynist í kassanum í hverjum mánuði en áhersla er lögð á fjölbreytt gæðavín sem ekki hafa áður verið fáanleg á Íslandi.

Einar Þór Ingólfsson

„Vínmenning á Íslandi er mun skemmra á veg komin en í mörgum löndum í kringum okkur. Með Vínklúbbnum viljum við stuðla að aukinni fræðslu og kynna áskrifendum fyrir spennandi vínum sem þeir hefðu líklegast ekki prófað annars. Með hverjum vínkassa fylgja ítarlegar upplýsingar um vínin, uppruna þeirra og með hvers konar mat þau henta best. Við erum gríðarlega ánægð með viðtökurnar sem við höfum fengið frá því að við hófum starfsemi okkar,“ segir Einar Þór Ingólfsson, einn stofnenda klúbbsins. „Við hugsum Vínklúbbinn ekki fyrir vínsérfræðinga heldur fyrir allt áhugafólk um vín. Við viljum kynna fólki fyrir fjölbreyttum og spennandi vínum frá mismunandi svæðum. Það má í raun segja að með því að fá vínin send heim að dyrum sé valkvíðinn við vínrekkann úr sögunni. Áherslan hjá okkur er og verður að bjóða upp á gæðavín á góðu verði.

Einar Þór Ingólfsson

Við sem stöndum að klúbbnum erum ekki vínsérfræðingar en mikið áhugafólk um vín. Við erum hins vegar í samstarfi við sterka heildsala og sérfræðinga á Norðurlöndum sem eru okkur innan handar við valið. Einnig flytjum við beint inn frá nokkrum spennandi minni framleiðendum. Við leitumst því við að kynna fólki fyrir góðum vínum sem hafa ekki verið fáanleg á Íslandi til þessa en einnig fyrir vínum frá framleiðendum sem leggja áherslu á nýsköpun og þróun.“

- Auglýsing -

 

Lífræn ræktun og náttúruvín

Meðlimir geta valið um tvær áskriftarleiðir, Vínklúbbinn eða Vínklúbbinn Premium. Þeir sem velja Vínklúbbinn fá sérvalin vín á góðu verði sem henta vel við hvert tækifæri. Lögð er áhersla á góða blöndu af vínum sem hafa hlotið lof gagnrýnenda en eru jafnframt á sérlega góðu verði miðað við gæði.

- Auglýsing -

Einar Þór Ingólfsson

Í Vínklúbbinn Premium rata handvalin hágæðavín sem þykja skara fram úr og kitla bragðlaukana. Áhersla er lögð á heimsþekkt vín frá fjölbreyttum framleiðendum með ríka sögu um gæði í bland við nýrri framleiðendur sem eru líklegir til að skjótast upp á stjörnuhimininn.

Í báðum áskriftaleiðum má velja um þrjár eða sex flöskur í hverri heimsendingu.

Einar Þór Ingólfsson
Einar Þór að smakka vín hjá litlum vínframleiðanda í Valpolicella á Ítalíu.

Einar Þór segir mikið vera að gerast í vínheiminum. „Það er  mikil áhersla lögð á lífræna og bíódínamíska ræktun og flestir framleiðendur eru í dag með skýra stefnu varðandi sjálfbærni. Einnig eru náttúruvín farin að skjóta upp kollinum og mikið úrval er af frábærum vínum sem eru framleidd sem slík. Þetta er þróun sem við fylgjumst vel með og viljum kynna fyrir fólki í Vínklúbbnum. Í kassanum okkar í júní bjóðum við til dæmis upp á franskt gulvín („orange wine“) sem er víntegund sem hefur á undanförnum árum notið mikilla vinsælda meðal vínáhugafólks. Það er ástríða okkar og mikilvægur hluti af starfseminni að fylgjast vel með nýjungum og því sem gerist á markaðnum og í löndunum í kringum okkur.“

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -