1
Landið

Pálmi Gestsson snýr upp á útgerðarmenn

2
Innlent

Eltir uppi síbrotafólk eftir að hlaupahjóli dótturinnar var stolið

3
Menning

Addison Rae í Breiðholti

4
Menning

Sigurlíkur VÆB aukast

5
Heimur

Trump leyfir fiskveiðar á verndarsvæði

6
Heimur

Hafnaði viðreynslu og var myrt af „pirruðum“ manni

7
Peningar

Hagnst um 70% meira

8
Grein

Þetta er óánægðasta fólk Íslands

9
Innlent

Tolli segist alltaf tilbúinn að fara í leiðangur

10
Heimur

Fjórir látnir eftir að kláfur féll til jarðar á Ítalíu

Til baka

Anna braut á sér öxlina á sjó

Anna Kristjánsdóttir rifjar upp óþægilega minningu vegna sjóslyss á Norðursjó.

Anna Kristjánsdóttir
VélstjóriAnna Kristjánsdóttir vann lengi sem vélstjóri á sjó.

Anna Kristjánsdóttir vélstjóri var minnt á óþægilega minningu við fregnir af sjóslysi á Norðursjó. Í færslu á Facebook segir Anna að fréttirnar af sjóslysinu sem varð í gær undan austurströnd Jórvíkurskíris, þegar gámaflutningaskipi MV Solong rakst á olíuflutningsskipið MV Stena Immaculate, hafi minnt hana á eigin lífsreynslu.

„Þegar ég heyrði um gámaflutningaskipið sem sigldi á fullri ferð á olíuflutningaskipið utan við Humberfljótið í Englandi, rifjaðist upp fyrir mér óþægileg minning sem ég hefi reyndar oft sagt frá hér á Facebook.

Það var að kvöldi 16 ágúst 1987 sem að við á Álafossi vorum að koma að lóðsstöðinni á svipuðum stað og áreksturinn var í gær á leið okkar til Immingham. Ég var á vaktinni, var að gera klárt fyrir komu til hafnar, hafði gangsett eina af minni ljósavélunum og fasað inn á netið og setti aðra í gang til öryggis áður en ég skipti stóru Holeby ljósavélinni yfir á gasolíu. Allt í einu gerðist það sem ekki átti að gerast, Holeby vélin tók loft og drap á sér og tók hina vélina sem ég hafði fasað inn með sér í fallinu og allt varð blackout. Ég tók á rás að rafmagnstöflunni, rak fótinn í ventil á gólfinu í myrkrinu, steyptist á hausinn og braut á mér hægri öxlina.“

„Ég tók á rás að rafmagnstöflunni, rak fótinn í ventil á gólfinu í myrkrinu, steyptist á hausinn og braut á mér hægri öxlina.“

Nú voru góð ráð dýr því Anna vissi ekki hvort skipið væri of nærri öðrum skipi, þar sem það sigldi stjórnlaust á fullri ferð. Segist Anna hafa vælt „eins og stunginn grís í huganum“, en það hafi ekki verið í boði að kveinka sér.

„Þar sem ég vissi ekkert hvort við værum of nærri einhverju öðru skipi, við stjórnlaus á fullri ferð og hugsanlega sekúnduspurning um hugsanlegan árekstur, var ekki um annað að ræða en að byrja á því að slá inn rafmagninu aftur, (ég er örvhent sem betur fer) síðan að tína inn hinar minni ljósavélarnar og þær dælur og hitara sem þurfti að setja inn.

Við svona aðstæður er ekki um það að ræða að kveinka sér, fyrst að koma í veg fyrir miklu verra tjón á borð við það sem varð í gær og fara svo að væla og vissulega vældi ég eins og stunginn grís í huganum. Ég hugsa með skelfingu til þess sem hefði getað gerst þessa kvöldstund árið 1987 og vafalaust hefði ég verið hengd upp í hæsta tré eða eitthvað enn verra ef við hefðum lent í árekstri á nærri 15 mílna ferð og ég á vaktinni.“


Komment


Óángæður ósáttur hamingja maður karlmaður
Grein

Þetta er óánægðasta fólk Íslands

Heiðrún Lind Marteinsdóttir
Slúður

Röng skráning útgerðarmanna

Anna Sigrún Ásgeirsdóttir leitar að rafmagnshlaupahjóli
Ný frétt
Innlent

Eltir uppi síbrotafólk eftir að hlaupahjóli dótturinnar var stolið

Donald Trump fiskveiðar
Heimur

Trump leyfir fiskveiðar á verndarsvæði

Nikki Loffredo myrt
Heimur

Hafnaði viðreynslu og var myrt af „pirruðum“ manni

Pálmi Gestsson myndband Bolungarvík
Landið

Pálmi Gestsson snýr upp á útgerðarmenn

Addison Rae
Myndband
Menning

Addison Rae í Breiðholti