
Tveir dyraverðir hafa verið handteknir og ákærðir fyrir líkamsárás eftir árás á mann á bar í Indiana náðist á upptöku.
Á myndbandinu má sjá dyraverðina Sean Shell og Johnathon Turner ráðast grimmilega á Shane Hendrix með spörkum, höggum og draga hann eftir gólfinu á Chaser's Bar & Grill í Evansville allt eftir að hann var sakaður um ágreining við barþjón vegna ógreidds reiknings.
Samkvæmt yfirvöldum reyndu verðirnir ekki einu sinni að fylgja honum út heldur réðust strax á hann. Lögreglumaður í fríi, var þá staddur fyrir utan, segist hafa séð Hendrix blóðugan og særðan fyrir utan, talað við hann og í kjölfarið hafið rannsókn á málinu
Barþjónninn segir að Hendrix hafi orðið árásargjarn. Hann hafi hótað sér og ráðist að henni þegar hún benti honum á að hann skuldaði fyrir áfengi sem hann keypti. Samkvæmt lögregluskýrslu skuldaði hann enn um 8 þúsund krónur.
Lögreglumaðurinn ræddi síðar við dyraverðina og voru þeir þá handteknir og vistaðir í fangelsi í Vanderburgh-sýslu, ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás. Þeir mættu báðir fyrir dóm á í gær. Hendrix er ennþá á sjúkrahúsi og sagði yfirvöldum að hann sé með sex beinbrot í andliti, brotið nef, mar í baki. Þá vanti í hann eina tönn vantar og önnur sé skemmd eftir árásina
Komment