
Ítölsk yfirvöld greindu á föstudag frá því að fjórir einstaklingar hefðu látist í kláfslysi daginn áður. Greint frá því að það hafi verið tveir Bretar, einn Ísraelsmaður og einn Ítali.
Kláfur slitnaði á fimmtudag á línunni sem flytur ferðamenn frá bænum Castellammare di Stabia, við Napolíflóa, upp á fjallið Faito, um þrjá kílómetra í burtu.
Yfirvöld birtu nöfn þriggja hinna látnu, en fréttastofan Ansa vitnaði í borgarstjóra Napolí, Gaetano Manfredi, sem sagði fjórða fórnarlambið vera ítalskan starfsmann sem stjórnaði kláfnum.
Fimmti farþeginn, einnig Ísraelsmaður, slasaðist alvarlega, samkvæmt heimildum staðbundinna fjölmiðla. Saksóknarar hafa hafið rannsókn á slysinu.
„Kláfurinn opnaði aftur fyrir 10 dögum og uppfyllti allar öryggiskröfur,“ sagði Umberto de Gregorio, yfirmaður fyrirtækisins sem rekur kláfinn. Klefinn var fyrir ofan klettabrún á fjallinu Faito þegar vírinn slitnaði, og þoka tafði björgunaraðgerðir.
Annar kláfur með 16 farþegum var nær Castellammare og tókst að bjarga öllum hratt.
Svipað slys á sömu kláflínu átti sér stað árið 1960, þegar klefi féll til jarðar og fjórir létust.
Komment