
Frábær staðsetning í miðbænumFánastöng fylgir með
Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams, einnig þekktur sem Geoff á Prikinu, hefur ákveðið að selja íbúð sína sem er á besta stað í miðbænum. Jeff er einn af eigendum Priksins og hefur staðið vaktina í bæjarlífi Reykjavíkur í tæp 20 ár.
Um er að ræða fallega og vel skipulagða 3-4 herbergja íbúð á 2. hæð að Þorfinnsgötu í 101 Reykjavík. Húsið er teiknað af Þorleifi Eyjólfssyni arkitekt og stendur á stórri og glæsilegri hornlóð á horni Þorleifsgötu og Leifsgötu. Eignin skiptist í gang, tvö rúmgóð svefnherbergi, samliggjandi eldhús og borðstofu, stofu, baðherbergi og stúdíó með sér salerni í kjallara.
Kappinn vill fá 103.900.000 króna fyrir íbúðina sem er gjöf en ekki gjald á tímum sem þessum.









Komment