
Anna Þóra Baldursdóttur hefur á undanförnum árum rekið Heaven Rescue Home í Naíróbí í Keníu en það er ætlað fyrir bágstaddar stúlkur 18 ára og yngri, sem eru ýmist barnshafandi eða mæður ungra barna.
Utanríkisráðuneytið styrki félagið sem heldur utan um reksturinn árið 2021 um fjórar milljónir króna og hefur verkfræðistofan Verkís skilað af sér úttekt sem ráðuneytið lét gera á heimilinu og samkvæmt þeirri úttekt skilaði styrkurinn haldbærum árangri.
„Við fögnum þessum árangri auðvitað sérstaklega. Hann sýnir glögglega hvernig stuðningur frá Íslandi getur skipt sköpum fyrir lítið og mikilvægt verkefni eins og heimilið hennar Önnu Þóru í Naíróbí,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra um úttektina. „En fyrst og fremst er þetta vitnisburður um dýrmætt framtak íslensks eldhuga sem brennur fyrir réttindum þeirra sem minna mega sín.“
Í úttektinni er einnig að finna sex tillögur til úrbóta í rekstrinum. Á heimilinu búa nú 15 stúlkur á aldrinum 12-18 ára með fimm börn sín, en alls hafa 75 stúlkur fengið vist á heimilinu frá árinu 2017.
Komment