
Ein af kærustum Andrew Tate segir að hann hafi kæft hana harkalega í ofbeldisfullu kynlífi fyrir tveimur vikum, sem leiddi til þess að hún tilkynnti meint atvik til lögreglu en fjölmiðlar í Bandaríkjunum greina frá þessu
Bri Stern, kærasta Tate, lagði fram kæru vegna kynferðisbrots og segist hafa orðið fyrir árás Tate þann 11. mars á meðan þau dvöldu á Beverly Hills hótelinu.
Hún hefur sagt lögreglu að Tate hafi byrjað að kyrkja hana á meðan þau stunduðu kynlíf, en það hafi orðið of gróft. Þrátt fyrir að hún hafi beðið hann um að hætta, hélt hann áfram. Stern segir að því meira sem hún barðist á móti, því ofbeldisfyllri hafi hann orðið og hún hafi fundið hvernig allt varð óskýrt, eins og hún væri að missa meðvitund.
Hún segir að ofbeldið hafi aðeins hætt eftir fullnæingu Tate. Þegar hann sofnaði hafi hún farið inn á baðherbergi til að skrásetja áverkana sína. Fjölmiðlar hafa fengið í hendur myndir sem sýna marbletti í andliti hennar. Hún segir að hún hafi farið á bráðamóttöku í New York, þar sem hún var stödd vegna vinnu, nokkrum dögum síðar og samkvæmt skjölum hafi hún verið greind með „höfuðáverka eftir heilahristing.“
Andrew og bróðir hans, Tristan, sneru aftur til Rúmeníu um síðustu helgi vegna réttarhalda um glæpastarfsemi þeirra og samkvæmt heimildum fannst Stern ekki óhætt að fara til lögreglu og leggja fram kæru fyrr en Andrew var farinn úr landi.

Andrew og bróðir hans, Tristan, sneru aftur til Rúmeníu um síðustu helgi vegna réttarhalda um glæpastarfsemi þeirra og samkvæmt heimildum fannst Stern ekki óhætt að fara til lögreglu og leggja fram kæru fyrr en Andrew var farinn úr landi.
Fjölmiðlar hafa einnig fengið skjáskot af meintum smáskilaboðum milli Tate og Stern þar sem hann talar um að hafa barið hana.
Tate bræðurnir voru handteknir árið 2022 fyrir að hafa stofnað glæpasamtök í Rúmeníu, og Andrew hefur verið ákærður fyrir nauðgun þar í landi. Þeir standa einnig frammi fyrir kynferðisbrotamálum bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þeir hafa þó ekki verið dæmdir fyrir neina glæpi.
Komment