1
Innlent

Ágúst er sleginn eftir frumsýningu nýjustu myndar Attenborough

2
Heimur

Starfsmaður á lúxusleikskóla ákærður fyrir að hafa beitt 23 börn ofbeldi

3
Innlent

Einn maður á bráðamóttöku eftir eldsvoða í Hólahverfi

4
Innlent

Fjórir búðarþjófar réðust á afgreiðslumann

5
Fólk

Hinn áttræði Rod Stewart slær í gegn á bar í Póllandi

6
Innlent

Ökuníðings leitað

7
Innlent

Sérstakur saksóknari gerði verksamning við PPP

8
Innlent

Lögreglan gagnrýnd fyrir að lóga þessum snákum

9
Innlent

Furðar sig á fánabanni lögreglunnar í Berlín

10
Fólk

Eyrún Björk safnar áheitum fyrir Gaza-búa

Til baka

Metfjöldi bíður eftir hjúkrunarrými

Ábyrgð óljós innan kerfisins

shutterstock_2482094735
Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Mynd: PeopleImages.com - Yuri A í gegnum Shutterstock

Tæplega 700 einstaklingar bíða nú eftir hjúkrunarrými, sem er mesti fjöldi sem mælst hefur hér á landi. Af þeim eru 127 í tímabundnu biðrými á sjúkrahúsum eða heilbrigðisstofnunum og bíða þar eftir varanlegu úrræði.

Sigurjón Norberg Kjærnested, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, segir að hluti vandans sé að ekki hafi verið nægilega skýrt innan stjórnsýslunnar hver beri ábyrgð á því að byggja upp hjúkrunarrými.

„Við á hjúkrunarheimilunum finnum fyrir því að við erum að fá sífellt til okkar eldra fólk og veikara fólk. Og það er því mjög mikilvægt að vinna í því að byggja upp fleiri hjúkrunarrými á réttum stöðum og viðeigandi úrræði fyrir þennan hóp af fólki,“ segir Sigurjón í samtali við RÚV.

Uppbygging ekki haldið í við þörfina

Í dag eru um 3.000 hjúkrunarrými í landinu og er gert ráð fyrir að 120 bætist við á þessu ári. Næstu þrjú árin hyggjast stjórnvöld fjölga þeim um 600 til viðbótar, eða tæplega 200 á ári. Þetta er aukning frá fyrri árum þar sem aðeins var bætt við um 40 rýmum árlega frá 2017 til 2024.

Sigurjón telur þessa hægu fjölgun hafa átt þátt í þeirri stöðu sem nú er uppi. Þar að auki fjölgi eldra fólki stöðugt, sem eykur eftirspurnina enn frekar.

„Og svo hefur kerfið í kringum uppbygginguna ekki verið nægilega gott. Það hefur ekki verið nægilega skýrt hver ber ábyrgð á uppbyggingunni og hefur verið mikilvægt að laga það. Og núna eru uppi áform á vegum stjórnvalda að gera það, og það er mjög mikilvægt,“ segir hann.

Þjónustan á að snúast um fólkið

Sigurjón leggur áherslu á að hjúkrunarheimili séu heimili íbúanna, ekki vinnustaðir starfsfólksins.

„Fyrir okkur eru hjúkrunarheimili heimili fólks. Og það er mjög mikilvægt að fólk fái að verja þessum síðustu árum sínum á stað þar sem þau vilja búa, velja sér heimili og þar sem við getum þjónustað þau sem best,“ segir hann og bæti við að lokum: „Við sem störfum á hjúkrunarheimilum erum að vinna inni á heimilum fólks, þau eru ekki að búa inni á okkar vinnustað. Það er mjög mikilvægt að fólk fái að vera þar sem það vill og við getum þjónustað þau eins og þau eiga skilið.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


IMG_7325
Innlent

Einn maður á bráðamóttöku eftir eldsvoða í Hólahverfi

shutterstock_2261739575
Fólk

Hinn áttræði Rod Stewart slær í gegn á bar í Póllandi

shutterstock_2431662435
Innlent

Furðar sig á fánabanni lögreglunnar í Berlín

pope-leo-xiv-050825-9-1f856aa9fabd4f97a913fde4974eb4f7
Heimur

Leó XIV páfi segir nafnið endurspegla samfélagslega ábyrgð

Snákar sem lögreglan handlagði
Innlent

Lögreglan gagnrýnd fyrir að lóga þessum snákum

Ágúst Ólafur Ágústsson
Innlent

Ágúst er sleginn eftir frumsýningu nýjustu myndar Attenborough

Eyrún Björk Jóhannsdóttir
Fólk

Eyrún Björk safnar áheitum fyrir Gaza-búa

Ólafur Þ. Hauksson
Innlent

Sérstakur saksóknari gerði verksamning við PPP