1
Innlent

Boðflennum skipað að hypja sig

2
Pólitík

Helgi Magnús mun fá tæpar 200 milljónir

3
Pólitík

Einar kveður borgina

4
Fólk

Sorgin fléttaðist saman við gleði Ernu

5
Heimur

Conor McGregor rotaði skemmtistaðagest á Ibiza

6
Innlent

Rauðsokka og læknir meðal þeirra sem sæmd voru fálkaorðu

7
Menning

Lóu í Laugardal aflýst

8
Innlent

Bíll á hvolfi utanvegar

9
Peningar

Verð á enska boltanum tilkynnt í júlí

10
Menning

KALEO sendir frá sér vögguvísu

Til baka

Metfjöldi bíður eftir hjúkrunarrými

Ábyrgð óljós innan kerfisins

shutterstock_2482094735
Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Mynd: PeopleImages.com - Yuri A í gegnum Shutterstock

Tæplega 700 einstaklingar bíða nú eftir hjúkrunarrými, sem er mesti fjöldi sem mælst hefur hér á landi. Af þeim eru 127 í tímabundnu biðrými á sjúkrahúsum eða heilbrigðisstofnunum og bíða þar eftir varanlegu úrræði.

Sigurjón Norberg Kjærnested, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, segir að hluti vandans sé að ekki hafi verið nægilega skýrt innan stjórnsýslunnar hver beri ábyrgð á því að byggja upp hjúkrunarrými.

„Við á hjúkrunarheimilunum finnum fyrir því að við erum að fá sífellt til okkar eldra fólk og veikara fólk. Og það er því mjög mikilvægt að vinna í því að byggja upp fleiri hjúkrunarrými á réttum stöðum og viðeigandi úrræði fyrir þennan hóp af fólki,“ segir Sigurjón í samtali við RÚV.

Uppbygging ekki haldið í við þörfina

Í dag eru um 3.000 hjúkrunarrými í landinu og er gert ráð fyrir að 120 bætist við á þessu ári. Næstu þrjú árin hyggjast stjórnvöld fjölga þeim um 600 til viðbótar, eða tæplega 200 á ári. Þetta er aukning frá fyrri árum þar sem aðeins var bætt við um 40 rýmum árlega frá 2017 til 2024.

Sigurjón telur þessa hægu fjölgun hafa átt þátt í þeirri stöðu sem nú er uppi. Þar að auki fjölgi eldra fólki stöðugt, sem eykur eftirspurnina enn frekar.

„Og svo hefur kerfið í kringum uppbygginguna ekki verið nægilega gott. Það hefur ekki verið nægilega skýrt hver ber ábyrgð á uppbyggingunni og hefur verið mikilvægt að laga það. Og núna eru uppi áform á vegum stjórnvalda að gera það, og það er mjög mikilvægt,“ segir hann.

Þjónustan á að snúast um fólkið

Sigurjón leggur áherslu á að hjúkrunarheimili séu heimili íbúanna, ekki vinnustaðir starfsfólksins.

„Fyrir okkur eru hjúkrunarheimili heimili fólks. Og það er mjög mikilvægt að fólk fái að verja þessum síðustu árum sínum á stað þar sem þau vilja búa, velja sér heimili og þar sem við getum þjónustað þau sem best,“ segir hann og bæti við að lokum: „Við sem störfum á hjúkrunarheimilum erum að vinna inni á heimilum fólks, þau eru ekki að búa inni á okkar vinnustað. Það er mjög mikilvægt að fólk fái að vera þar sem það vill og við getum þjónustað þau eins og þau eiga skilið.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Vesturbæjarlaug
Innlent

Vesturbæingar fá lítið að synda í sumar

Lokun Vesturbæjarlaugar verður lengri en reiknað var með
Kindur
Landið

Bóndi lagði hendur á starfsmann MAST

Leirdalur
Fólk

Fyrrum þingmaður selur lekkert parhús

Viðar G
Peningar

Leigir út 56 stúdíóíbúðir og hagnast vel: „Davíð Oddsson úthlutaði mér lóð“

hamborg
Heimur

Þjóðverji handtekinn fyrir að hvetja börn til sjálfsskaða

guðrún karls helgudóttir biskup
Innlent

„Get lofað því að ef Þjóðkirkjan væri að breytast í múslímska kirkju er mér að mæta“

Héraðsdómur Reykjavíkur
Innlent

Ingvar Örn dæmdur fyrir að ráðast á ellilífeyrisþega

Khameini Trump
Heimur

Æðstiklerkur Íran varar Donald Trump við

Byssumaður hrós
Myndband
Heimur

Veikur einstaklingur hrósaði lögreglumanni

Herdís Dröfn
Peningar

Verð á enska boltanum tilkynnt í júlí

Lögreglan
Innlent

Innbrotsþjófur réðst á íbúa í miðbænum

Innlent

Vesturbæjarlaug
Innlent

Vesturbæingar fá lítið að synda í sumar

Lokun Vesturbæjarlaugar verður lengri en reiknað var með
fálkaorðan 17. júní 2025
Innlent

Rauðsokka og læknir meðal þeirra sem sæmd voru fálkaorðu

guðrún karls helgudóttir biskup
Innlent

„Get lofað því að ef Þjóðkirkjan væri að breytast í múslímska kirkju er mér að mæta“

Héraðsdómur Reykjavíkur
Innlent

Ingvar Örn dæmdur fyrir að ráðast á ellilífeyrisþega

Lögreglan
Innlent

Innbrotsþjófur réðst á íbúa í miðbænum

Loka auglýsingu