
Yella BeezyRapparinn er í haldi grunaður um morð.
Mynd: AFP
Rapparinn Yella Beezy er í haldi lögreglu í Texas, þar sem hann hefur verið handtekinn og ákærður fyrir morðið á rapparanum Mo3. Beezy var handtekinn á Dallas-svæðinu í gær.
Samkvæmt dómsskjölum sem TMZ hefur fengið er Yella sakaður um að hafa af ásetningi og vísvitandi valdið dauða Melvin Noble eða Mo3 eins og hann kallaði sig, þann 11. nóvember 2020.

Mo3Rapparinn var skotinn til bana árið 2020.
Mynd: AFP
Ákæruskjölin saka Yella um að hafa ráðið mann að nafni Kewon White til að myrða Mo3 á þjóðvegi Texas með skotvopni.

MorðiðMorðinginn mundar byssuna.
Mynd: Dallas Police Department
Komment