
Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir presti til þjónustu við íslenska söfnuðinum í Noregi og hefur séra Lilja Kristín Þorsteinsdóttir verið valin í starfið samkvæmt tilkynningu frá Þjóðkirkjunni.
Lilja Kristín er fædd þann 4. október árið 1969 í Reykjavík og alin upp á Húsavík. Foreldrar hennar eru Gréta Fjelsteð Kristinsdóttir og Þorsteinn Guðnason og hún er gift Eiríki Jóni Gunnarssyni. Hann starfar sem rafmagnsverkfræðingur við þróun, framleiðslu og ísetningu rafhlaðna í skip.
Saman eiga þau tvo syni og eina dóttur, Þorstein Grétar, Helga Snæ og Sigurbjörgu, fædd árin 1994, 1996 og 2001.
Lilja hefur starfað fyrir Þjóðkirkjuna í Noregi og Danmörku og hefur starfað í Noregi undanfarin ár þar sem hún hefur til þessa starfað sem sóknarprestur ásamt afleysingum í norsku sjómannakirkjunni í San Francisco.
Einnig var tilkynnt að séra Guðbjörg Jóhannesdóttir hafi verið ráðin sem prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra en hún hefur verið prestur í Langholtskirkju og sóknarprestur í Laugardalsprestakalli.
Komment