
VÆB sigraði Söngvakeppnina örugglegaÞeir hafa sagst ætla breyta sviðsframkomu sinni fyrir Eurovision
Mynd: RÚV/Ragnar Visage
Sigurlíkur hljómsveitarinnar VÆB hafa aukist ef marka má stærstu veðbanka heims sem leyfa fólki að veðja á Eurovision. Bræðrunum hefur undanfarnar vikur verið spáð 36. sæti af 37 en hafa nú rokið upp í 35. sæti og er Króatíu og Svartfjallalandi spáð sætunum fyrir neðan Ísland.
Hins vegar telja veðbankar að Svíþjóð eða Austurríki sigri keppnina. Sigurlíkur Svía eru sagðar vera 31% en Austurríki fá 18% sigurlíkur skráðar hjá sér.
Þá er Frökkum spáð þriðja sætinu og Ísrael því fjórða en telja einhverjir að vísa eigi lagi þeirra úr keppni vegna þjóðernishreinsana sem ríkisstjórn þeirra stundar á Palestínubúum.
Auðvitað ber þó að taka öllum slíkum spám með ákveðnum fyrirvörum en yfirleitt ganga þær eftir.
Komment