
Jón Gnarr átti erfitt með svefn í nótt og fór á vapp. Sá hann þá grunsamlegan ungan mann á ferli í götunni.
Þingmaðurinn og skemmtikrafturinn Jón Gnarr segir frá því á Facebook að hann hafi tekið eftir grunsamlegum ungum manni í götunni á milli fjögur og fimm í nótt en þingmaðurinn átti erfitt með svefn.
„Var á vappi í nótt svefnvana, milli 4 og 5 þegar ég tók eftir skuggalegum, vel klæddum ungum manni á ferli í götunni. Hann vakti grumsemdir mínar enda löngu kominn háttatími hjá ungum mönnum og ég sjálfur og kominn af lögreglumönnum.“
Jón segist hafa séð manninn bauka eitthvað bak við bíl í götunni og hverfa svo út í nóttina. Í morgun sá hann hvað maðurinn hafði verið að gera.
„Ég sá að hann var eitthvað að bauka aftan við einn bíl í götunni og ætlaði að hringja í 112 en þá hvarf hann á braut útí nóttina. Ég fór svo í morgun og skoðaði verksummerki.“

Reyndist maðurinn hafa verið að mótmæla Teslueign nágranna Jóns en víða um heim er fólk að mótmæla Elon Musk, eiganda Tesla, með ýmsum hætti.
Komment