1
Landið

Pálmi Gestsson snýr upp á útgerðarmenn

2
Innlent

Margrét hefur fengið nóg af andstyggilegum lygum og áróðri

3
Menning

Addison Rae í Breiðholti

4
Menning

Sigurlíkur VÆB aukast

5
Heimur

Plötufyrirtæki hyggst birta nektarmyndir af látinni söngkonu

6
Heimur

Jesús-rúta sprakk í Bandaríkjunum

7
Menning

Kókómjólkin hans Króla

8
Skoðun

Lögin eru fyrir hina - Að vera þingmaður: 2. kafli

9
Innlent

Tolli segist alltaf tilbúinn að fara í leiðangur

10
Heimur

Hafnaði viðreynslu og var myrt af „pirruðum“ manni

Til baka

Tolli segist alltaf tilbúinn að fara í leiðangur

Listamaðurinn opnar sig upp á gátt í nýju viðtali

Tolli
Tolli ætlar að reyna lifa í 20 ár í viðbótTelur að það gæti verið gaman

Listamaðurinn geðþekki Tolli Morthens segist vera spenntur fyrir því eldast en hann greinir frá þessu í ítarlegu viðtali við Heimildina þar sem hann ræðir allt milli himins og jarðar, meðal annars fjallaklifur og mataræði.

„Ef heilsan leyfir þá er auðvitað helvíti gott að geta slagað upp í 85 ára eða nírætt. Ef maður er með góða heilsu þá getur það verið gaman.“

Hann telur að sig hafa mætt aldrinum með réttum hætti. Hann hafi passað upp á mataræðið, fengið sér einkaþjálfara og verið duglegur að mæta í ræktina. Þá hjálpi auðvitað að hafa verið edrú í 30 ár. Hann sé þakklátur fyrir slíkt.

„Það eru auðvitað rosaleg forréttindi og á þeim tíma hef ég fengið að endurfæðast oftar en einu sinni má segja. Meginstefið í tilveru minni síðustu tíu ár er að komast að því hver ég er, en það kemur til af því að eftir því sem hefur liðið á minn bata og edrúmennsku þá er ég að átta mig á því að ég er með frekar óljósar hugmyndir um það hver ég er. Sérstaklega síðustu fjögur ár hafa verið mjög töff tími. Síðasta ár er búið að vera í mínu innra landslagi það erfiðasta frá því að ég varð edrú, en um leið það gjöfulasta. Síðasta ár var það erfiðasta vegna þess að ég fór í mjög djúpa vinnu. Án þess að fara lengra með það þá fór ég í mjög óhefðbundna vinnu með sjálfan mig sem leiddi mig í dýpstu kima hugans og langt út fyrir það. Þetta kallast partavinna.“

Inn í þetta spilar svo náttúran en Tolli hefur gengið upp á mörg fjöll á sinni ævi. Hann fór meðal annars upp í grunnbúðir Everest og Aconcagua en það er hæsta fjall Suður-Ameríku.

„Ég held að það sé óskilgreind þrá mannsins að máta sig við náttúruna og þær áskoranir sem liggja í því að reyna á sig. Sigrast á einhverju. Eins og ég sagði var ég fimm ára gamall þegar ég gekk á Meðalfell og það hefur alltaf blundað í mér þessi þrá að kanna hið ókunnuga. Að vera landkönnuður. Ég er alltaf tilbúinn að fara í einhvern leiðangur, kanna hið ókunnuga og fara á ókunnugar slóðir. Þetta er bara ævintýraþrá.“


Komment


Donald Trump fiskveiðar
Heimur

Trump leyfir fiskveiðar á verndarsvæði

Nikki Loffredo myrt
Heimur

Hafnaði viðreynslu og var myrt af „pirruðum“ manni

Pálmi Gestsson myndband Bolungarvík
Landið

Pálmi Gestsson snýr upp á útgerðarmenn

Addison Rae
Myndband
Menning

Addison Rae í Breiðholti

Kláfur á Ítalíu
Heimur

Fjórir látnir eftir að kláfur féll til jarðar á Ítalíu

Margrét Tryggvadóttir
Innlent

Margrét hefur fengið nóg af andstyggilegum lygum og áróðri