1
Landið

Pálmi Gestsson snýr upp á útgerðarmenn

2
Innlent

Eltir uppi síbrotafólk eftir að hlaupahjóli dótturinnar var stolið

3
Innlent

Margrét hefur fengið nóg af andstyggilegum lygum og áróðri

4
Menning

Addison Rae í Breiðholti

5
Menning

Sigurlíkur VÆB aukast

6
Heimur

Trump leyfir fiskveiðar á verndarsvæði

7
Heimur

Hafnaði viðreynslu og var myrt af „pirruðum“ manni

8
Peningar

Hagnst um 70% meira

9
Heimur

Jesús-rúta sprakk í Bandaríkjunum

10
Grein

Þetta er óánægðasta fólk Íslands

Til baka

Treystir Gunnari Smára frekar með sér á eyðieyju

„Já, það yrði á margan hátt óþolandi“

Gunnar Smári Egilsson
Gunnar Smári EgilssonSósíalistaforinginn mynda plumma sig vel á eyðieyju, samkvæmt heimspekingnum
Mynd: Sósíalistaflokkurinn

Haukur Már Helgason segist treysta Gunnari Smára Egilssyni betur en ungliðahreyfingu Sósíalistaflokksins sem félagsskap á eyðieyju.

Heimspekingurinn og rithöfundurinn Haukur Már Helgason skrifaði spaugilega færslu á Facebook þar sem hann veltir vöngum yfir deiluna innan Sósíalistaflokksins sem hefur farið fram fyrir opnum tjöldum á Facebook síðustu daga.

„Deilurnar í sósíalistaflokknum, deilur um skipulag flokksstarfsins og svo framvegis, koma mér ekki við frekar en öðrum sem ekki eru í flokknum, og hljóta að leysast í einhverjum þartilgerðum farvegi innanhúss. Aðfinnslur sem beint er að Gunnari Smára persónulega, hins vegar, á faglegum vettvangi, koma mér við að því leyti sem ég hef starfað með honum á sama vettvangi, en hann var yfirmaður minn á Samstöðinni í svolitla stund. Svo ég hef reynt að fylgjast eitthvað með þessu og átta mig.“ Þannig hefst færsla Hauks Más.

Haukur Már segir síðan að honum finnist tal hinna tveggja póla, Gunnars Smára og ungliðahreyfingarinnar, furðulegt og veltir því fyrir sér hvort það sé kynslóðabundið.

„Eiríkur Örn sagði í nýlegri bloggfærslu að sér þætti allir tala furðulega um þessar mundir. Ég get tekið undir það. Hann vísaði ekki í þessa deilu sérstaklega en hún einkennist þó af furðulegu tali. Er furðan kynslóðabundin? Áreiðanlega. Ungt fólk talar um tilfinningar, eldra fólk vísar þeim einarðlega á bug. Ég fæddist á milli þessara kynslóða og fóta mig í hvorugu talinu, finnst hvort tveggja svolítið furðulegt. Í ofanálag finnst mér furðulegt að tala um kynslóðir yfirleitt og geri það greinilega samt. Þannig stend ég mig að því að tala sjálfur furðulega. Mér finnst ég hálfpartinn knúinn til að segja eitthvað, en vissi ekki vel hvað eða hvernig fyrr en rann upp fyrir mér þetta ljós, að skásta leiðin til að svara furðulegu tali er líklega með asnalegu tali. Kannski er vegferð heimsins þannig að héðan í frá muni ég eingöngu tala asnalega, eða fyrst og fremst. Ég áskil mér allavega rétt til þess. Að því sögðu kemur hér mitt asnalega innlegg í þessa bjálfalegu deilu:”

Innlegg heimspekingins í þessari deilu er nokkuð spaugileg en þar ímyndar hann sér að vera fastur á eyðieyju og kemst að þeirri niðurstöðu að sennilega treysti hann Gunnari Smára betur til þess að dúsa með honum á eyjunni, þó það „yrði á margan hátt óþolandi.“:

„Eftir að horfa á viðtalið sem bróðir Gunnars Smára tók við hann á Samstöðinni, annars vegar, og innra samtal ungliðahreyfingarinnar sem þykir vænt um alla, hins vegar, þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu, hvað sem öðru líður, að ef ég þyrfti að dúsa á eyðieyju með öðrum hvorum aðilum deilunnar, Gunnari Smára eða ungliðahreyfingunni, þá hlyti ég að velja Gunnar Smára. Já, það yrði á margan hátt óþolandi. Ég myndi óska þess að björgunaraðilar hefðu hraðar hendur og fyndu okkur sem fyrst. Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar myndi ég þó treysta honum til að leggja sitt af mörkum, gera það sem þyrfti og koma hlutum í verk – rigga upp kofa, tálga spjót, veiða fisk, útbúa reykmerki og hvað það væri – án þess að leggjast í mannát. Kannski er það rangt mat, en það kæmi mér þá í opna skjöldu, ég myndi að því leyti sofa vel allt þar til ég yrði þá, mér að óvörum, étinn. Ungliðarnir yrðu áreiðanlega glaðlyndari félagsskapur og á margan hátt skilningsríkari. Vitandi af þeim í grenndinni kæmi mér þó varla blundur á brá.“


Komment


Óángæður ósáttur hamingja maður karlmaður
Grein

Þetta er óánægðasta fólk Íslands

Heiðrún Lind Marteinsdóttir
Slúður

Röng skráning útgerðarmanna

Anna Sigrún Ásgeirsdóttir leitar að rafmagnshlaupahjóli
Ný frétt
Innlent

Eltir uppi síbrotafólk eftir að hlaupahjóli dótturinnar var stolið

Donald Trump fiskveiðar
Heimur

Trump leyfir fiskveiðar á verndarsvæði

Nikki Loffredo myrt
Heimur

Hafnaði viðreynslu og var myrt af „pirruðum“ manni

Pálmi Gestsson myndband Bolungarvík
Landið

Pálmi Gestsson snýr upp á útgerðarmenn

Addison Rae
Myndband
Menning

Addison Rae í Breiðholti