1
Fólk

Knattspyrnugoðsögn selur við Elliðavatn

2
Menning

Rótarlaus Daði Freyr

3
Innlent

Íslenskur fréttamiðill birtir falsfrétt frá gervigreind

4
Landið

Yfirlögregluþjónn hefur ekki trú á að hörmungarmyndbönd úr Reynisfjöru hjálpi

5
Innlent

Ástráður sakaður um kyn­ferðis­lega áreitni

6
Landið

Maður féll í Vestari-Jökulsá

7
Fólk

„Það er miklu betra að kyssa þig þegar við erum öruggar“

8
Innlent

Skjöldur Íslands breytir um merki og hefur bolasölu

9
Peningar

Vilko heldur áfram að tapa tugum milljóna

10
Minning

Látinn eftir að hafa fallið í á í Skagafirði

Til baka

Freyju páskaegg hækka mest milli ára

Lægst kílóverð á Bónus Risaeggi

Páskaegg - Nói Siríus
PáskaeggMyndin tengist ekki fréttinni beint.
Mynd: Hagkaup

Verð á Freyju páskaeggjum hækka um 17 prósent milli ára í Bónus og Krónunni, mun meira en páskaegg Góu (13 prósent) og Nóa Síríus (9 prósent). Þau eru einnig dýrari en páskaegg Góu og Nóa í kílóverðssamanburði verðlagseftirlitsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ASÍ.

Þar kemur fram að meðlaverð á páskaeggjum hækkar í lágvöruverðsverslunum um 12-17 prósent milli ára. Minnst hækkar verðið í Krambúðinni og 10-11 en mest í Extra og Kjörbúðinni, um 25-27 prósent milli ára.

Það var síðasta laugardag sem ASÍ framkvæmdi könnunina en daginn eftir lækkaði Nettó verð á páskaeggjum um 3,6 prósent og eru þau eru þau oftast á sama verði og í Krónunni.

Páskaeggin dýrust í Iceland, ódýrust í Prís

Prís bauð lægsta verðið á öllum 12 páskaeggjum sem þar voru til sölu en fjögur þeirra voru frá Freyju, þrjú frá Góu og sex frá Nóa Síríus. Að jafnaði var Iceland með hæsta verð á páskaeggjum, en þau kostuðu að meðaltali helmingi meira í Iceland en þar sem þau voru ódýrust.

Skammt undan Prís voru Bónus og Krónan, að meðaltali aðeins hársbreidd frá lægsta verði, og voru með mest úrval, eða 45-48 íslensk páskaegg. Alls fundust 39 páskaegg í Fjarðarkaupum, að meðaltali ríflega þremur prósentum frá lægsta verði.

Fríhöfnin selur þrjár týpur páskaeggja en það er Nóa páskaegg númer 4, sem kostaði 13 prósent meira í Fríhöfninni en í Prís, og tvo kassa með fjórum litlum páskaeggjum. Kassarnir fengust báðir ódýrari í Bónus en þar munaði 5 prósentum.

Bestu kaupin í stóru eggjunum

Páskaeggin eru misstór en er kílóverð eru borin saman sést að Freyju-páskaeggin eru dýrust. Nóa- eggin eru næstódýrust og Góu-eggin ódýrust.

„Bestu kaupin – ef planið er að torga kílógrammi af sætindum – er Risaeggið frá Bónus eða Góu páskaegg nr. 11. Í viðráðanlegri stærðum eru sérframleiddu verslanaeggin hagkvæmust. Bónus egg, Krónu egg og Okkar egg í Nettó kosta reyndar 17-20% meira á kílóið, en eru mun smærri,“ segir í fréttatilkynningu ASÍ.

Þar kemur ennfremur fram að mjólkurlaust Nóa-egg númer 4 kostar um 7 prósent meira en egg af svipaðri stærð frá Nóa sem inniheldur mjólkursúkkulaði og Freyju suðusúkkulaðiegg kostar 17 prósent meira, í kílóverði talið, en Freyju fjöregg, sem er af svipaðri stærð.

[EMBED KÓÐI FYRIR FJÖLMIÐLA]

Á heimasíðu verðlagseftirlitsins er hægt að skoða kílóverð páskaeggja.

Fimm útlagar í Kjörbúðinni

Í Kjörbúðinni skýrist mikil hækkun á páskaeggjaverði af fimm páskaeggjum sem hafa hækkað um meira en helming frá því í fyrra;

Góu páskaegg og hraunegg nr. 1 hafa tvöfaldast í verði, úr rúmum 150kr í 295kr.

Freyju fjöregg nr. 6 hefur hækkað úr 2.399kr í 4.199kr. Það var í fyrra svipað dýrt og í Bónus en er nú 52 prósent dýrara.

Nóa ljóst páskaegg nr. 1 hefur hækkað úr 241kr upp yfir 370kr.

Án þessara fimm páskaeggja hefur meðalhækkun á verði páskaeggja í Kjörbúðinni verið 21 prósent.

Aðferðafræði ASÍ er eftirfarandi:

Borin voru saman meðalverð marsmánaðar 2024 við verð á páskaeggjum á laugardaginn síðastliðinn þegar meðaltöl voru reiknuð. Þegar breytingar á verði stakra páskaeggja voru reiknaðar var miðað við 25. mars 2024 annars vegar og laugardaginn 5. apríl 2025 hins vegar.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Skjöldur Íslands breytir um merki og hefur bolasölu
Innlent

Skjöldur Íslands breytir um merki og hefur bolasölu

Telja fólk hafa farið með ósannindi um hópinn
Ástráður sakaður um kyn­ferðis­lega áreitni
Innlent

Ástráður sakaður um kyn­ferðis­lega áreitni

Ísland-Palestína mun taka þátt í Gleðigöngunni
Innlent

Ísland-Palestína mun taka þátt í Gleðigöngunni

Sælkeri hafður fyrir rangri sök
Innlent

Sælkeri hafður fyrir rangri sök

Superman hendir innflytjendum úr Bandaríkjunum
Heimur

Superman hendir innflytjendum úr Bandaríkjunum

Aðeins kaldar sturtur í boði í Laugardalnum
Innlent

Aðeins kaldar sturtur í boði í Laugardalnum

Látinn eftir að hafa fallið í á í Skagafirði
Minning

Látinn eftir að hafa fallið í á í Skagafirði

Yfirlögregluþjónn hefur ekki trú á að hörmungarmyndbönd úr Reynisfjöru hjálpi
Landið

Yfirlögregluþjónn hefur ekki trú á að hörmungarmyndbönd úr Reynisfjöru hjálpi

„Það er miklu betra að kyssa þig þegar við erum öruggar“
Fólk

„Það er miklu betra að kyssa þig þegar við erum öruggar“

Maður féll í Vestari-Jökulsá
Landið

Maður féll í Vestari-Jökulsá

Gunnar getur ekki hætt að hugsa um stúlkuna sem lést í Reynisfjöru
Landið

Gunnar getur ekki hætt að hugsa um stúlkuna sem lést í Reynisfjöru

Íslenskur fréttamiðill birtir falsfrétt frá gervigreind
Innlent

Íslenskur fréttamiðill birtir falsfrétt frá gervigreind

Knattspyrnugoðsögn selur við Elliðavatn
Fólk

Knattspyrnugoðsögn selur við Elliðavatn

Peningar

Vilko heldur áfram að tapa tugum milljóna
Peningar

Vilko heldur áfram að tapa tugum milljóna

Ekkert hefur gengið upp hjá fyrirtækinu á undanförnum árum
Hér er listi yfir helstu útsölurnar
Peningar

Hér er listi yfir helstu útsölurnar

Gjaldþrotaskiptum lokið eftir fjögur þúsund daga
Peningar

Gjaldþrotaskiptum lokið eftir fjögur þúsund daga

Eldum rétt borgar kvartmilljarð í arð
Peningar

Eldum rétt borgar kvartmilljarð í arð

Nýja normið á Íslandi: Háir vextir og 4% verðbólga
Peningar

Nýja normið á Íslandi: Háir vextir og 4% verðbólga

Áskrift að enska boltanum hækkar um 41%
Peningar

Áskrift að enska boltanum hækkar um 41%

Loka auglýsingu