1
Heimur

Hryllilegur dauði sænsks manns á Spáni

2
Heimur

Vinir Diane Keaton voru ómeðvitaðir um versnandi heilsu hennar

3
Innlent

Hjálmtýr gagnrýnir val á friðarverðlaunahafa Nóbels harðlega

4
Innlent

Magga Stína er þakklát fyrir stuðninginn

5
Pólitík

Björn Leví sakar Sigmund Davíð um hræðsluáróður

6
Innlent

Blóðgaði tvo drengi á kjúklingastað

7
Heimur

Ísrael neitar að sleppa palestínskum læknum úr haldi þrátt fyrir vopnahléssamkomulag

8
Innlent

Tímaspursmál hvenær moskítóflugan nær fótfestu á Íslandi

9
Heimur

Fótur fannst á vinsælli ferðamannaströnd á Ibiza

10
Innlent

Lögreglan fór í útkall vegna tapsárra unglinga

Til baka

Halla Tómasdóttir fær 100 milljónir í arð

Forseti Íslands hagnast verulega á árinu vegna sölu á auglýsingaskiltum.

Halla Tómasdóttir forseti
Halla TómasdóttirVarð óvænt sigurvegari forsetakosninganna í fyrra.
Mynd: Halldór Kolbeins / AFP

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, á von á háum greiðslum eftir að eignarhaldsfélag, sem hún á hlutdeild í, ákvað á dögunum að greiða út 800 milljónir króna í arð.

Ástæða arðgreiðslunnar er að félagið Var ehf, sem fjárfestingafélag Höllu Tómasdóttur forseta á hlut í, seldi hlut sinn í fyrirtækjum sem halda úti umhverfisauglýsingum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru ljósaskilti og yfir 50 auglýsingafletir sem eru yfir 12 fermetrar að stærð.

Félögin, Billboard ehf., BBI ehf. og Dengsi ehf, sem reka auglýsingaskiltin, voru verðmetin á rúmlega 5 milljarða króna í kaupum Símans á þeim. Síðastnefnda félagið rekur 350 biðskýli á leiðum strætisvagna á landinu þar sem birtar eru umhverfisauglýsingar fyrir vegfarendur.

Gæti átt von á meiru

Aðkoma Höllu að félaginu liggur í gegnum félagið Sunnunes ehf, sem hún á helming í, en Sunnunes á fjórðung í Var ehf, sem seldi 34% hlut sinn í auglýsingaskiltafélögunum.

Í skýrslu stjórnar félagsins Var ehf. í nýútkomnum ársreikningi kemur fram að félagið hagnaðist um rúmlega 1,5 milljarð króna. „Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði út arður til hluthafa á árinu 2025 vegna rekstrarársins 2024 allt að fjárhæð 800,0 millj. kr,“ segir þar.

Þetta segir ekki alla söguna, þar sem félagið býr yfir 1,4 milljörðum króna í óráðstöfuðu eigin fé eftir söluhagnaðinn og er því arðgreiðsla ársins aðeins rúmlega helmingur þess sem félagið er fært um að greiða hluthöfum sínum.

Skattgreiðslur af arði eru 22%. Því er ljóst, að kjósi Halla að greiða sér arð út úr félaginu Sunnunesi, sem fær arðgreiðslurnar úr Var ehf, munu 78 milljónir króna sitja eftir, fyrir utan 600 þúsund króna frítekjumark hjóna þegar kemur að fjármagnstekjuskatti.

Fær 225 þúsund króna launahækkun

Eftir að Halla vann forsetakosningarnar síðasta sumar sagði hún sig frá prókúru í félaginu Sunnunesi. Þá eftirlét hún Jóni Björnssyni, fyrrverandi forstjóra Origo, stjórn á félaginu, en hann á hinn helminginn á móti henni. „Hann hefur tekið allar ákvarðanir og stýrt öllu þar, af því að ég er bara búinn að vera í öðru - að reyna að breyta heiminum. Þannig að ég hef ekkert verið að skipta mér af þessu,“ sagði hún í samtali við Viðskiptablaðið í fyrra vor.

„Ég er bara búinn að vera í öðru - að reyna að breyta heiminum“

Halla fær síðan launahækkun sem forseti Íslands 1. júlí næstkomandi, ef fer sem horfir, þegar 5,6% sjálfvirk launahækkun ráðamanna tekur gildi. Þá hækka mánaðarlaun forsetans úr 4.023.185 krónum í 4.248.483 krónur, sem nemur ríflega 225 þúsund króna hækkun mánaðarlauna.

Árslaunin verða þá 51 milljónir króna. Laun forseta Íslands munu með hækkuninni jafna laun forseta Bandaríkjanna, Donalds Trump, sem eru rétt tæplega 51 milljón króna miðað við gengi dagsins í dag.

Því stefnir í að tekjur Höllu Tómasdóttir verði í raun 150 milljónir króna á árinu. Heildarárslaun 2025 munu þá nema 49,6 milljónum króna fyrir störf forseta Íslands og til viðbótar 100 milljónir króna, þegar og ef arðgreiðslan fer út úr félagi hennar, sem liggur ekki fyrir á þessari stundu.

Endurbætur á húsnæðinu

Forseti Íslands býr frítt á Bessastöðum og fær samkvæmt lögum „ókeypis bústað, ljós og hita“. Allur útlagður kostnaður vegna embættisins greiddur úr ríkissjóði.

Miklar endurbætur hafa verið unnar á íbúðarhúsi forsetans við Bessastaði eftir að Halla tók við embættinu.

Keyptur var ísskápur og frystir fyrir tæpar 800 þúsund krónur fyrir einkaeldhús forsetans. Þá kostaði gaseldavél með ofni rúmlega hálfa milljón. Um er að ræða annað eldhús en það sem nýtt er til matreiðslu fyrir opinbera gesti forseta, samkvæmt umfjöllun Heimildarinnar um málið.

Alls greiddi ríkissjóður 120 milljónir króna fyrir uppfærslu á bústað forseta, en þar af fóru 45,5 milljónir króna í „innréttingar og uppsetningu á þeim“. Eldhúsinnréttingin var orðin 30 ára gömul.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Bubbi skrifar tónlistarsögu ævi sinnar
Fólk

Bubbi skrifar tónlistarsögu ævi sinnar

Hið 69 ára söngvaskáld hefur sjaldan haft jafn mikið í bígerð.
Ísrael neitar að sleppa palestínskum læknum úr haldi þrátt fyrir vopnahléssamkomulag
Heimur

Ísrael neitar að sleppa palestínskum læknum úr haldi þrátt fyrir vopnahléssamkomulag

Vinir Diane Keaton voru ómeðvitaðir um versnandi heilsu hennar
Heimur

Vinir Diane Keaton voru ómeðvitaðir um versnandi heilsu hennar

Björn Leví sakar Sigmund Davíð um hræðsluáróður
Pólitík

Björn Leví sakar Sigmund Davíð um hræðsluáróður

Magga Stína er þakklát fyrir stuðninginn
Myndband
Innlent

Magga Stína er þakklát fyrir stuðninginn

Sótölvaður maður reyndi að sparka sér leið heim til sín
Innlent

Sótölvaður maður reyndi að sparka sér leið heim til sín

Tímaspursmál hvenær moskítóflugan nær fótfestu á Íslandi
Innlent

Tímaspursmál hvenær moskítóflugan nær fótfestu á Íslandi

Fótur fannst á vinsælli ferðamannaströnd á Ibiza
Heimur

Fótur fannst á vinsælli ferðamannaströnd á Ibiza

Blóðgaði tvo drengi á kjúklingastað
Innlent

Blóðgaði tvo drengi á kjúklingastað

Hjálmtýr gagnrýnir val á friðarverðlaunahafa Nóbels harðlega
Innlent

Hjálmtýr gagnrýnir val á friðarverðlaunahafa Nóbels harðlega

Hryllilegur dauði sænsks manns á Spáni
Heimur

Hryllilegur dauði sænsks manns á Spáni

Lögreglan fór í útkall vegna tapsárra unglinga
Innlent

Lögreglan fór í útkall vegna tapsárra unglinga

Peningar

Veglegur hagnaður hjá Gömlu lauginni
Peningar

Veglegur hagnaður hjá Gömlu lauginni

Hefur verið eitt helsta djásn Flúða árum saman
Fyrirtækjaráðgjafinn sem flaug að sólinni
Nærmynd
Peningar

Fyrirtækjaráðgjafinn sem flaug að sólinni

Fer frá Boston á Höfðabakka
Peningar

Fer frá Boston á Höfðabakka

Gómsætur hagnaður hjá Freyju
Peningar

Gómsætur hagnaður hjá Freyju

Tíu spurningar sem Jón Ásgeir hefur ekki svarað
Peningar

Tíu spurningar sem Jón Ásgeir hefur ekki svarað

Hálfdán úr Djúpu lauginni heldur áfram að græða
Peningar

Hálfdán úr Djúpu lauginni heldur áfram að græða

Loka auglýsingu