
Veitingastaðurinn Mandi, sem hefur verið lokaður síðustu tvær vikur, hefur nú gengi í hendur nýrra eigenda.
Ragnheiður Þengilsdóttir, fráfarandi eigandi og stjórnarformaður Veitingafélagsins ehf., staðfestir að veitingastaðurinn hafi verið seldur. Hún vildi þó ekki upplýsa hver nýi eigandinn er, en heimildir mbl.is greina frá því að það sé Hlal Jarah, stofnandi Mandi.
Veitingafélagið ehf., dótturfélag Fasteflis ehf. í eigu Óla Vals Steindórssonar, eignaðist Mandi fyrir um tveimur árum. Mandi hefur boðið upp á miðausturlenskan mat á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu: í Hæðasmára, Faxafeni og Veltusundi.
Samkvæmt frétt Vísis opnaði Mandi við Ingólfstorg aftur í dag og staðurinn í Faxafeni mun opna innan skamms.
Komment