1
Heimur

Vinir Diane Keaton voru ómeðvitaðir um versnandi heilsu hennar

2
Heimur

Eftirlýst breskt glæpakvendi sagt í felum á Tenerife

3
Pólitík

Björn Leví sakar Sigmund Davíð um hræðsluáróður

4
Innlent

Kallar málflutning um hælisleytendur „tilfinningaþvaður“ óstutt með gögnum

5
Innlent

Magga Stína er þakklát fyrir stuðninginn

6
Heimur

Ísrael neitar að sleppa palestínskum læknum úr haldi þrátt fyrir vopnahléssamkomulag

7
Heimur

Rússnesk kona með banvænan erfðasjúkdóm dæmd í sex ára fangelsi

8
Fólk

Bubbi skrifar tónlistarsögu ævi sinnar

9
Innlent

Tímaspursmál hvenær moskítóflugan nær fótfestu á Íslandi

10
Heimur

Fótur fannst á vinsælli ferðamannaströnd á Ibiza

Til baka

Rafbílavinir rífast um Teslu: „Það er til nokkuð sem heitir siðferði“

Tesla er aftur mest seldi bíllinn á Íslandi. Á siðferðið eða buddan að ráða?

Musk Tesla
MótmæliHópur mótmælir aðkomu Elons Musk að niðurskurði og valdasamþjöppun Trump-stjórnarinnar við Tesla-umboð í New York, 1. mars síðastliðinn
Mynd: Shutterstock

Tesla er snúin aftur í fyrsta sætið sem mest seldi bíllinn á Íslandi, þrátt fyrir hrun víða í Evrópu í sölu vegna stjórnmálaþátttöku Elons Musk, sem vill veg hægri öfgaflokka sem mestan.

Nýjar innflutningstölur fyrir bifreiðar sýna að 92 Teslur voru fluttar til landsins í mars, sem skákar þannig Kiu í mánuðinum. Þar af eru 82 af undirtegundinni Tesla Y, en ný útgáfa er nú komin í sölu.

Rafbílaeigendur og -unnendur í hópnum Rafbílar á Íslandi skiptast í tvær fylkingar vegna þróunarinnar. „Markaðurinn var að bíða eftir nýja Y og nú er toppnum náð aftur,“ segir einn þeirra sem ræsti eldfima umræðu um málið. „Einstaka fúlmenni kalla Tesluna þó nasistabíla, en þeir verða bara að versla Kína bíla af heiðursmönnunum þar niður frá.“

Íslendingar bregðast öðruvísi við

Ísland sker sig þannig að einhverju leyti frá öðrum Evrópuríkjum, þó sölutölur eigi eftir að sýna stöðu nýrrar Teslu Y. Í Þýskalandi sýnir ný könnun að 94% svarenda myndi ekki kaupa Teslu. Sala á Teslu í Þýskalandi féll um 41% strax árið 2024 miðað við 2023, þrátt fyrir 27% aukningu á rafbílasölu á því ári. Sölufallið jókst í 70% fyrstu tvo mánuði á árinu 2025.

Bjarni Jónsson, fyrrverandi formaður lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar, gefur skýrt stefnuljós í umræðu rafbílaunnenda. „Það er áhugavert að lesa þessi ummæli ykkar. Það er til nokkuð sem heitir siðferði og að maður setur sér ákveðin viðmið til að lifa eftir. Valið stendur á milli þess að standa með siðrænni nálgun í því hvernig maður beitir kauphegðun sinni sem er í línu við siðferðileg eigin viðmið. Eða að gefa dauðann og djöful í allt slíkt og stilla kauphegðun sinni óháð því sem gerist í kringum mann í heiminum. Maður hefur val og get t d nefnt Teslu sem dæmi. Á maður að styðja við auðugasta mann veraldar sem er einræðis sinni og nasisti eða ekki. Við höfum valið!“ Við ummælin birtast tíu aðhlæjendur en 93 viðlíkendur, þegar þetta er skrifað.

Innfluttir bilar frá ársbyrjun
Sala frá ársbyrjunMikil hröðun í sölu á Teslu mælist í mars.
Mynd: Samgöngustofa
innfluttir bilar
Salan í marsTesla skýst á toppinn með nýjan Y.
Mynd: Samgöngustofa

Rafskautuð umræða

Umræða rafbílamanna speglar víðari pólaríseringu í samfélaginu hér sem vestanhafs. „Elon Musk er að hjálpa við að skera niður í ríkisútgjöldum í BNA. Skoðið málið hlutlaust en ekki bara trúa RÚV sem er með mikla vinstri slagsíðu. Þetta nasistabull er tilbúningur andstæðinga repúblikana,“ segir einn vel gíraður Eyjamaður úr sjávarútvegsgeiranum.

Þá kemur einn þeirra vinstra megin frá en fer á miðakrein. „Ég skil það að vilja ekki selja Tesluna sína vegna þess að forstjórinn er ómenni. Ég er ánægður með Tesluna mína, og þó ég sé minna ánægður með hana vegna Elon Musk að þá er staðreyndin sú að ég fæ hvergi jafn góðan bíl fyrir peninginn. En það sem ég skil ekki að fólk haldi áfram að verja hann og ég velti því fyrir mér hvaða grimmdarverk þarf hann að fremja til þess að sumir hérna inni fara að gagnrýna hann þrátt fyrir að eiga Teslu.“

Tesla Y er þjóðarbíllinn

Tesla kemur mun betur út í ár í sölu heldur en á sama tímabili í fyrra, þegar Toyota og Renault tróndu á toppnum. Árið þar áður, 2023, kom Tesla skammt á eftir Toyotu, með 373 innflutta bíla miðað við 459 Toyotur.

Þess ber að geta að af öllum undirtegundum bifreiða er Tesla Y langmest seldi bíllinn á Íslandi frá 1. janúar 2022. Hafa 4.876 eintök verið nýskráð, en aðeins 2.903 af næstvinsælasta bílnum, sem er túristatryllirinn Dacia Duster. Nú kemur í ljós hvort rafmagnað andrúmsloftið í kringum Elon Musk muni stöðva frekari framgang Teslu Y meðal Íslendinga.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Eftirlýst breskt glæpakvendi sagt í felum á Tenerife
Heimur

Eftirlýst breskt glæpakvendi sagt í felum á Tenerife

Rændi tugum milljóna króna af aldraðri konu og flúði refsinguna
Kallar málflutning um hælisleytendur „tilfinningaþvaður“  óstutt með gögnum
Innlent

Kallar málflutning um hælisleytendur „tilfinningaþvaður“ óstutt með gögnum

Rússnesk kona með banvænan erfðasjúkdóm dæmd í sex ára fangelsi
Heimur

Rússnesk kona með banvænan erfðasjúkdóm dæmd í sex ára fangelsi

Drukkin kona stakk af eftir umferðaróhapp
Innlent

Drukkin kona stakk af eftir umferðaróhapp

Bubbi skrifar tónlistarsögu ævi sinnar
Fólk

Bubbi skrifar tónlistarsögu ævi sinnar

Ísrael neitar að sleppa palestínskum læknum úr haldi þrátt fyrir vopnahléssamkomulag
Heimur

Ísrael neitar að sleppa palestínskum læknum úr haldi þrátt fyrir vopnahléssamkomulag

Vinir Diane Keaton voru ómeðvitaðir um versnandi heilsu hennar
Heimur

Vinir Diane Keaton voru ómeðvitaðir um versnandi heilsu hennar

Björn Leví sakar Sigmund Davíð um hræðsluáróður
Pólitík

Björn Leví sakar Sigmund Davíð um hræðsluáróður

Magga Stína er þakklát fyrir stuðninginn
Myndband
Innlent

Magga Stína er þakklát fyrir stuðninginn

Sótölvaður maður reyndi að sparka sér leið heim til sín
Innlent

Sótölvaður maður reyndi að sparka sér leið heim til sín

Tímaspursmál hvenær moskítóflugan nær fótfestu á Íslandi
Innlent

Tímaspursmál hvenær moskítóflugan nær fótfestu á Íslandi

Fótur fannst á vinsælli ferðamannaströnd á Ibiza
Heimur

Fótur fannst á vinsælli ferðamannaströnd á Ibiza

Blóðgaði tvo drengi á kjúklingastað
Innlent

Blóðgaði tvo drengi á kjúklingastað

Peningar

Veglegur hagnaður hjá Gömlu lauginni
Peningar

Veglegur hagnaður hjá Gömlu lauginni

Hefur verið eitt helsta djásn Flúða árum saman
Fyrirtækjaráðgjafinn sem flaug að sólinni
Nærmynd
Peningar

Fyrirtækjaráðgjafinn sem flaug að sólinni

Fer frá Boston á Höfðabakka
Peningar

Fer frá Boston á Höfðabakka

Gómsætur hagnaður hjá Freyju
Peningar

Gómsætur hagnaður hjá Freyju

Tíu spurningar sem Jón Ásgeir hefur ekki svarað
Peningar

Tíu spurningar sem Jón Ásgeir hefur ekki svarað

Hálfdán úr Djúpu lauginni heldur áfram að græða
Peningar

Hálfdán úr Djúpu lauginni heldur áfram að græða

Loka auglýsingu